Tomás Enrique "Tom" Araya Díaz (fæddur 6. júní, 1961 í Viña del Mar, Síle) er sílesk-amerískur tónlistarmaður, betur þekktur sem söngvari og bassaleikari þrasssveitarinnar Slayer.

Tom Araya, 2016.

Araya flutti frá Síle til Kaliforníu í Bandaríkjunum þegar hann var 5 ára. Hann vann fyrir sér á sjúkrahúsi við súrefnismeðferð áður en hann fór að spila í fullu starfi með Slayer. Árið 2010 fór hann í aðgerð á hálsliðum en ástæðan fyrir hnjaski á hálsinum var vegna þess að hann hafði hrist höfðinu í takt við tónlistina á tónleikum í mörg ár. Araya segist trúa á elskandi Guð þrátt fyrir að textar Slayer hafi verið oft andsnúnir trúarbrögðum en gítarleikari Slayer, Kerry King, hefur samið flesta slíka texta.

Araya býr á búgarði í Texas ásamt konu sinni Söndru og tveimur börnum þeirra.

Heimild breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Tom Araya“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 3. ágúst 2016.