Tollhúsið
Tollhúsið er um 8000 m² stórhýsi við sem stendur milli Tryggvagötu og Geirsgötu í miðborg Reykjavíkur. Húsið var hannað af arkitektinum Gísla Halldórssyni og byggt milli 1967 og 1971 þegar það var tekið í notkun. Upphaflega var gert ráð fyrir því að tollafgreiðsla farþega úr farþegaskipum yrði á neðri hæðinni, en að Geirsgata yrði lögð ofan á afgreiðsluna í 6 metra hæð. Þar fyrir ofan kom skrifstofuhúsnæði fyrir tollstjóraembættið, tollgæsluna og skattstofuna. Tryggvagötumegin er nær 200 m² mósaíkverk eftir Gerði Helgadóttur.[1]
Eftir að Sundahöfn var tekin í notkun 1968 og alþjóðlegir farþegaflutningar með skipum höfðu lagst af að mestu, var ljóst að hlutverk hússins hefði breyst. Árið 1986 var formlega hætt við að leggja Geirsgötu ofan á neðri hluta þess um leið og hafnarstæðið var stækkað út í innri höfnina með landfyllingum til að koma götunni fyrir á jarðhæð. Þá var hægt að stækka húsið bæði inn í skemmuna á jarðhæð og ofan á götustæðinu.
Árið 1994 flutti Kolaportið í skemmuna á neðstu hæðinni úr bílastæðakjallara Seðlabankans.
Í framhaldi af byggingu Hafnartorgs á bílastæði austan við Tollhúsið árið 2022, var ráðist í að endurhanna Tryggvagötu út að Grófinni. Bílastæðum framan við Tollhúsið var þá breytt í torg með bekkjum.[2] Komið hefur til tals að Listaháskóli Íslands flytji í Tollhúsið.[3]
Tilvísanir
breyta- ↑ Gísli Halldórsson. „Tollhúsið“. Skatturinn. Sótt 16.12.2022.
- ↑ „Tryggvagata“. Reykjavíkurborg. Sótt 16.12.2022.
- ↑ Urður Örlygsdóttir (5. maí 2022). „Listaháskólinn sameinast undir eitt þak í Tollhúsinu“. RÚV. Sótt 25.9.2023.