Threads er bandarískur samfélagsmiðill stofnaður þann 5. júlí 2023 af Meta, móðurfélagi Facebooks, Instagrams, Messenger og WhatsApp. Miðillinn var stofnaður eftir ósætti almennings á kaupum Elons Musks á samfélagsmiðlinum Twitter, núna kallaður X. Samfélagsmiðilinn þykir minna mjög mikið á X. Samfélagsmiðilinn hlaut heimsmet fyrir flestar nýskráningar á skömmum tíma þegar hundrað milljón aðgangar voru stofnaðir á einungis fimm dögum. Samfélagsmiðillinn opnaði fyrir aðgang í Evrópu í desember 2023.[1]

Merki Threads frá 2023.

Tilvísanir

breyta
  1. Ólason, Samúel Karl (14. desember 2023). „Threads aðgengilegt á Íslandi - Vísir“. visir.is. Sótt 2. mars 2024.