Elon Musk

Elon Reeve Musk fæddist 28. júní 1971 í Suður-Afríku, er suður-afrískur og bandarískur eðlisfræðingur, athafnamaður og forstjóri rafbílafyrirtækisins Tesla Inc og flug- og geimferðafyrirtækisins SpaceX. Hann hefur einnig komið á fót The Boring Company, Hyperloop og SolarCity og kom að stofnun PayPal á sínum tíma.

Elon Musk.

Musk var talinn 21. af áhrifamesta fólki heims á lista Forbes frá 2016. Hann var 23. ríkasta manneskja heims árið 2020. Árið 2021 var hann metinn ríkasti maður í heimi.[1]

TilvísanirBreyta

  1. Sylvía Hall (7. janúar 2021). „Musk tekur fram úr Bezos“. Vísir. Sótt 8. janúar 2021.