The West Wing (1. þáttaröð)
Fyrsta þáttaröðin af The West Wing var frumsýnd 22. september 1999 og sýndir voru 22 þættir.
Aðalleikarar
breyta- Rob Lowe sem Sam Seaborn
- Moira Kelly sem Mandy Hampton
- Dulé Hill sem Charlie Young
- Allison Janney sem C.J. Cregg
- Richard Schiff sem Toby Ziegler
- John Spencer sem Leo McGarry
- Bradley Whitford sem Josh Lyman
- Martin Sheen sem Jed Bartlet
Aukaleikarar
breyta- Janel Moloney sem Donna Moss
- Kathryn Joosten sem Delores Landingham
- Nicole Robinson sem Margaret Hooper
- Devika Parikh sem Bonnie
- Melissa Fitzgerald sem Carol
- Kim Webster sem Ginger
- Renée Estevez sem Nancy
- Bill Duffy sem Larry
- Peter James Smith sem Ed
Gestaleikarar
breyta- Tim Matheson sem John Hoynes
- Stockard Channing sem Abigail Bartlet
- Elisabeth Moss sem Zoey Patricia Bartlet
- John Amos sem aðmírállinn Percy Fitzwallace
- Michael O´Neill sem Ron Butterfield
- Allison Smith sem Mallory O'Brian
- Timothy Busfield sem Danny Concannon
- Kathleen York sem Andrea Wyatt
Þættir
breytaTitill | Höfundur | Leikstjóri | Sýnt í U.S.A. | Þáttur nr. |
---|---|---|---|---|
Pilot | Aaron Sorkin | Thomas Schlamme | 22.09.1999 | 1 - 1 |
Josh Lyman gæti misst vinnu sína vegna sjónvarpsviðtals. Á meðan eyðir Sam Seaborn nóttinni með Laurie, sem er háklassa vændiskona. Forsetinn hjólar á tré. | ||||
Post Hoc, Ergo Propter Hoc | Aaron Sorkin | Thomas Schlamme | 29.09.1999 | 2 - 2 |
Sam setur feril sinn á hálan ís með því að vingast við Laurie, á meðan reynir C.J. að vinna úr ágreiningi milli forsetans og varaforsetans. Forsetinn ræður nýjan lækni og stjórnmálaráðgjafinn Mandy er ráðin gegn vilja Josh. | ||||
A Proportianl Response | Aaron Sorkin | Marc Buckland | 06.10.1999 | 3 - 3 |
Forsetinn fer gegn vilja öryggisráðsins þegar á að hefna árásarinnar sem læknir forsetans lést í. Á meðan reynir Leo að róa forsetann. C.J. reynir að koma í veg fyrir að frétt um Sam og Laurie brýst út. Josh ræður Charlie Young til þess að vera aðstoðarmann forsetans. | ||||
Five Votes Down | Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit) Lawrence O´Donnell, Jr. og Patrick Caddell (saga) |
Michael Lehmann | 13.10.1999 | 4 - 4 |
Starfsmenn Vesturálmunnar vinna allan sólahringinn til þess að finna fimm atkvæði sem vanta upp á til að samþykkja nýtt frumvarp um byssunotkun. | ||||
The Crackpots and These Women | Aaron Sorkin | Anthony Drazan | 20.10.1999 | 5 - 5 |
Starfsmennirnir taka þátt í „Big Block of Cheese Day“ þar sem þeir funda með mismunandi hagsmunahópum sem fá vanalega ekki aðgengi að Hvíta húsinu. Yngsta dóttir forsetans kemur í heimsókn. | ||||
Mr. Willis of Ohio | Aaron Sorkin | Christopher Misiano | 03.11.1999 | 6 – 6 |
Toby og Molly reyna að sannfæra þingmenn um að samþykkja nýtt frumvarp um hvernig eigi að telja íbúa landsins. Starfsmennirnir fara saman á bar ásamt Zoey dóttur forsetans. | ||||
The State Dinner | Aaron Sorkin og Paul Redford | Thomas Schlamme | 10.11.1999 | 7 - 7 |
Forsetinn reynir að fylgjast með þrem mikilvægum atriðum í einu: gíslatöku, fellibyli og verkfalli vörubílstjóra – allt á sama tíma og hann er að undirbúa hátíðarkvöldverð fyrir forseta Indónesíu. | ||||
Enemies | Rick Cleveland, Lawrence O´Donnell, Jr og Patrick Caddell (saga) Ron Osborn og Jeff Reno (sjónvarpshandrit) |
Alan Taylor | 17.11.1999 | 8 - 8 |
C.J. reynir að kveða niður orðróm um orðaskipti forsetans og varaforsetans á ríkisstjórnarfundi. Sam byrjar að hitta Mallory, dóttur Leo. Á meðan reynir Josh að finna út leið til þess að bjarga bankafrumvarpi forsetans. | ||||
The Short List | Aaron Sorkin og Dee Dee Myers (saga) Aaron Sorkin og Patrick Caddell (sjónvarpshandrit) |
Bill D´Elia | 24.11.1999 | 9 - 9 |
Forsetinn íhugar tilnefningar sínar um dómara fyrir hæstarétt. Á sama tíma sakar þingmaðurinn Peter Lillianfield starfsmenn Hvíta hússins um eiturlyfjanotkun. | ||||
In Excelsis Deo | Aaron Sorkin og Rick Cleveland | Alex Graves | 15.12.1999 | 10 - 10 |
Í miðjum undirbúningi fyrir jólin skipurleggur Toby heiðursjarðaför fyrir heimilislausan hermann úr Kóreustríðinu. Á meðan rökræða C.J. og Danny hvort þau eigi að fara á sitt fyrsta stefnumót. | ||||
Lord John Marbury | Aaron Sorkin og Patrick Caddell (sjónvarpshandrit) Patrick Caddell og Lawrence O'Donnell, Jr (saga) |
Kevin Rodney Sullivan | 05.01.2000 | 11 - 11 |
Til þess að koma í veg fyrir hugsanlegt stríð milli Indlands og Pakistans óskar forsetinn eftir ráðgjöf frá breskum sérfræðingi að nafni Lord John Marbury. Á meðan þarf Josh að bera vitni um rannsókn sína um eiturlyfjanotkun starfsmanna Hvíta hússins. Forsetinn fær óvænta spurningu frá Charlie um dóttur hans Zoey. | ||||
He Shall, from Time to Time | Aaron Sorkin | Arlene Sanford | 12.01.2000 | 12 - 12 |
Forsetinn hnigur niður á skrifstofu sinni. Ástandið milli Indland og Pakistans versnar. Leo heldur blaðamannafund um lyfja-og alkóhólvandamál sín. | ||||
Take out the Trash Day | Aaron Sorkin | Ken Olin | 26.01.2000 | 13 - 13 |
Forsetinn og starfsmenn hans ræða hvernig best er að vinna úr rannsókn um kynlífsfræði innan skóla. Rannsóknarnefnd þingsins reynir að ákveða hvernig eigi að vinna úr málum Leos. Á meðan reyna starfsmennirnir að finna út hver lak upplýsingunum. | ||||
Take This Sabbath Day | Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit) Lawrence O'Donnell, Jr, Paul Redford og Aaron Sorkin (saga) |
Thomas Schlamme | 09.02.2000 | 14 - 14 |
Forsetinn eyðir helgi í að ákveða hvort hann eigi að breyta dómi fanga sem bíður aftöku. | ||||
Celestial Navigation | Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit) Dee Dee Myers og Lawrence O'Donnell, Jr (saga) |
Christopher Misiano | 16.02.2000 | 15 – 15 |
Sam og Toby ferðast til Connecticut til að ná í dómarann Mendoza sem tilnefndur er af forsetanum sem næsti dómari hæstaréttar. Á meðan þá lýsir Josh fyrir hópi nemanda venjulegum degi í Hvíta húsinu. | ||||
20 Hours in L.A. | Aaron Sorkin | Alan Taylor | 23.02.2000 | 16 - 16 |
Forsetinn fer í dagsferð til Los Angeles. Á sama tíma reynir Leo að sannfæra varaforsetann um að greiða atkvæði með frumvarpi um etanólskatt. | ||||
The White House Pro-Am | Lawrence O'Donnell, Jr., Paul Redford og Aaron Sorkin | Ken Olin | 22.03.2000 | 17 - 17 |
Starfsmenn forsetans og forsetafrúarinnar eiga í deilum um yfirlýsingu forsetafrúarinnar um barnaþrælkun. Zoey og Charlie rífast þegar hún stingur upp á því að þau fari ekki á opnun klúbbs eftir að hafa fengið viðvaranir frá leyniþjónustunni. | ||||
Six Meeting Before Lunch | Aaron Sorkin | Clark Johnson | 05.04.2000 | 18 - 18 |
Dómarinn Mendoza er staðfestur sem næsti dómari hæstaréttar. Handtaka í háskólapartýi þar sem Zoey er viðstödd getur haft alvarlegar afleiðingar. | ||||
Let Bartlet Be Bartlet | Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit) Peter Parnell og Patrick Caddell (saga) |
Laura Innes | 26.04.2000 | 19 - 19 |
Minnisblaði, sem Mandy skrifaði, um hvernig best er að vinna Bartlet í kosningum er lekið til blaðamanna. | ||||
Mandatory Minimums | Aaron Sorkin | Robert Berlinger | 03.05.2000 | 20 - 20 |
Forsetinn tilnefnir tvo fjármála umbótasinna í „Alríkiskosninganefndina“ þrátt fyrir hótanir frá pólitískum andstæðingum sínum. Á meðan kemst Sam að því pólitískir andstæðingar hans vita um samband hans og Laurie. | ||||
Lies, Damn Lies and Statistics | Aaron Sorkin | Don Scardino | 10.05.2000 | 21 - 21 |
Starfsmennirnir bíða örvæntingarfullir eftir niðurstöðum úr skoðanakönnun. Á sama tíma þarf forsetinn að rótera sendiherrum sínum, þar sem einn þeirra átti í ástarsambandi við dóttur forseta Búlgaríu. Ljósmynd af Sam og Laurie ratar í blöðin. | ||||
What Kind of Day Has it Been | Aaron Sorkin | Thomas Schlamme | 17.05.2000 | 22 - 22 |
Forsetinn undirbýr sig fyrir samkomu í Rosslyn. Á sama tíma þarf hann að fylgjast með málum flugmanns sem hrapaði í Írak og geimskutlu sem á við vélarvandamál að stríða. Þátturinn endar með skothríð á forsetann og starfsmenn hans í Rosslyn. | ||||
Tilvísanir
breytaHeimild
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „The West Wing (season 1)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 22. maí 2012.
- The West Wing á Internet Movie Database
- Fyrsta þáttaröð The West Wing á The West Wing Episode Guide síðunni