The Legend of Korra
The Legend of Korra er bandarískur teiknimyndaþáttur skapaður af Bryan Konietzko og Michael Dante DiMartino. Þættirnir voru sýndir á Nickelodeon-sjónvarpsstöðinni frá 2012 til 2014. Sýning þáttanna var flutt yfir á Nick.com sumarið 2014 þar sem að síðustu 18 þættirnir voru sýndir. Þættirnir eru framhaldssyrpa af Avatar: The Last Airbender. Þættirnir fjalla um næstu endurholgun Avatarsins og eftirmanneskju Avatar Aangs sem er unglingsstelpan Korra og þarf hún ásamt vinum að kljást við pólitíska andstæðinga í nútímavæðandi heimi. Teiknistíll þáttana er byggður á japönskum teiknimyndum og nýtist einnig við asíska heimsspeki. Þættirnir glíma við ýmis flókin mál s.s. jafnréttishyggju, hryðjuverk, andahyggju, fasisma, áfallaröskun, kynjajafnrétti og kynhneigð.
The Legend of Korra | |
---|---|
Tegund | Teiknimyndaþáttur Drama Hasar Gaman Ævintýri Gufupönk |
Búið til af | Bryan Konietzko Michael Dante DiMartino |
Höfundur | Michael Dante DiMartino Bryan Konietzko Tim Hedrick Joshua Hamilton Katie Mattila |
Leikstjóri | Joaquim Dos Santos Ki Hyun Ryu Colin Heck Ian Graham Melchior Zwyer |
Kynnir | Nickelodeon |
Talsetning | Janet Varney David Faustino PJ Byrne Seychelle Gabriel J. K. Simmons Mindy Sterling Dee Bradley Baker Kiernan Shipka Steve Blum Adrian LaTourelle Henry Rollins Zelda Williams |
Tónskáld | Jeremy Zuckerman |
Upprunaland | Bandaríkin |
Frummál | Enska |
Fjöldi þáttaraða | 4 |
Fjöldi þátta | 52 |
Framleiðsla | |
Aðalframleiðandi | Michael Dante DiMartino Bryan Konietzko |
Framleiðandi | Tim Yoon |
Lengd þáttar | 22 mín. |
Framleiðsla | Nickelodeon Animation Studio Ginormous Madman Studio Mir Studio Pierrot |
Útsending | |
Upprunaleg sjónvarpsstöð | Nickelodeon (14. apríl 2012 -25. júlí 2014) Nick.com (1. ágúst 2014 -19. desember 2014) |
Sýnt | 14. apríl 2012 – 19. desember 2014 |
Upphaflega áttu þættirnir að vera 12-þátta mínísyrpa en Nickelodeon pantaði 14 þætti í viðbót eftir að þeir sáu nokkra tilbúna þætti. Þessir 14 þættir voru gerðir að annarri þáttaröðinni og vegna vinsælda pantaði Nickelodeon seinna 26 þætti til viðbótar sem DiMartino og Konietzko skiptu upp í þáttaraðir þrjú og fjögur með 13 þáttum hvor.
Suður-kóreska teiknimyndafyrirtækið Studio Mir vann að öllum 12 þáttunum í fyrstu þáttaröð en vegna vinnuálags tóku ekki þátt í þáttaröð 2. Japanska teiknimyndafyrirtækið Studio Pierrot kom í staðinn og vann að fyrri helmingnum. Studio Mir samþykkti svo að vinna að seinni helmingnum og einnig að vinna við þáttaraðir 3 og 4.
Aðalpersónur
breytaKorra - Nýi Avatarinn á eftir Aang. Skapbráð og viljasterk ung stelpa frá Suðurpólnum sem þarf að læra að vaxa og þroskast í hlutverk Avatarsins. Korra var oft til í að lenda í slögum en þroskast þegar á þættina líður og kynnist auðmýkt. Korra stjórnar vatni ásamt hinum þrem frumefnunum. Í lokaþáttaröðinni verður Korra ástfangin af bestu vinkonu sinni Asami Sato. Raddsett af Janet Varney.
- Book One - 17 ára
- Book Two og Book Three - 18 ára
- Book Four - 21 árs
Mako - Skynsamur og ábyrgðarfullur strákur. Mako er eldbeitir og ásamt bróður sínum Bolin ræktaði hann Pro-Bending-íþróttina. Hann kynnist Korru þegar hún laumast inn á völlinn. Mako verður seinna lögreglumaður í Lýðveldisborg og er alltaf til að hjálpa Korru kljást við andstæðinga hennar. Raddsettur af David Faustino.
- Book One - 18 ára
- Book Two og Book Three - 19 ára
- Book Four - 22 ára
Bolin - Yngri bróðir Makos og ræktaði einnig Pro-Bending. Bolin er jarðbeitir. Hann er trúgjarn brandarakall og tekur ekki mörgu alvarlega. Hann þroskast þegar á líður þættina. Hann á eldmörðinn Pabu (Dee Bradley Baker). Raddsettur af PJ Byrne.
- Book One - 16 ára
- Book Two og Book Three - 17 ára
- Book Four - 20 ára
Asami Sato - Umhyggjusöm rík ung stelpa og dóttir stofnanda Future Industries. Asami er verkfræðingur, uppfinningakona og atvinnubílstjóri. Hún er einnig atvinnukona í sjálfsvarnarlistum. Asami byrjar með Mako en þau hætta saman og verður seinna besta vinkona Korru. Asami verður ástfangin af Korru í lokaþáttaröðinni. Raddsett af Seychelle Gabriel.
- Book One - 18 ára
- Book Two og Book Three - 19 ára
- Book Four - 22 ára
Tenzin - Yngsti sonur Aangs og Katöru. Hann er loftbeitikennari Korru og lærimeistari hennar. Tenzin á fyrst í erfiðleikum með að kenna Korru að stjórna lofti en hún lærir það á endanum á fyrstu þáttaröðinni. Hann er alltaf alvarlegur og vill helst ekki nýta loftvald til ofbeldis. Raddsettur af J. K. Simmons.
- Book One - 52 ára
- Book Two og Book Three - 53 ára
- Book Four - 56 ára
Lin Beifong - Elsta dóttir Toph Beifong og lögreglustjóri Lýðveldisborgar. Hún er jarð- og málmbeitir. Hún er mjög ströng og á við flókin fjölskyldumál að stríða. Hún handtekur Korru fyrir skemmdarverk í fyrsta þættinum en lærir svo að meta hana þegar Korra þroskast. Raddsett af Mindy Sterling.
- Book One - 50 ára
- Book Two og Book Three - 51 árs
- Book Four - 54 ára
Jinora - Elsta dóttir Tenzins og Pemu. Hún er gáfuð, róleg, hlýðin en samt þrjósk þegar hún er ósammála föður sínum. Í annarri þáttaröðinn leiðir hún Korru inn í Andaheiminn og verður seinna Loftbeitimeistari í endanum á þriðju þáttaröð. Raddsett af Kiernan Shipka.
- Book One - 10 ára
- Book Two og Book Three - 11 ára
- Book Four - 14 ára
Naga - Ísbjarnarhundur Korru. Hún er mikill fjörkálfur og trygg Korru. Raddsett af Dee Bradley Baker.
Amon - Leiðtogi byltingarsinna Lýðveldisborgar að nafni "Jafnaðarsinnar" sem vilja útrýma öllum frumefnabeitum og byggja upp algjört jafnræði. Amon er hæfileikaríkur og hugrakkur bardagalistamaður sem hefur þann einstaka hæfileika að gera frumefnabeitingu einstaklings óvirkan varanlega. Raddsettur af Steve Blum.
Unalaq - Frændi Korru og höfðingi vatnsættbálksins. Hann er máttugur vatnsbeitir og mjög andlega tengdur maður sem ætlar sér að gerast myrkur Avatar og tortíma heiminum í þeim tilgangi að endurskapa hann í eigin mynd. Raddsettur af Adrian LaTourelle.
Zaheer - Frumkvöðull hóps anarkista með það markmið að binda enda á Avatar hringrásina og steypa öllum ríkisstjórnum heimsins af stóli. Hann er heillandi, gáfaður og þolinmóður loftbeitir sem nýtur góðs af heimspeki Lofthirðingjana. Raddsettur af Henry Rollins.
Kuvira - Grimmur fasisti sem er harðákveðin í að koma uppi lögum og reglum í Jarðkonungsdæminu með hernaði og eigin umsjón. Hún er stolt, metnaðargjörn, viljasterk og valdagráðug málmbeitir sem gerir hvað sem er til að ná sínum markmiðum. Einnig er hún heillandi, það mikið að jafnvel Bolin og óteljandi íbúar Jarðkonungsdæmisins gengu í lið með henni í þeirri trú að einræði væri það besta til að halda uppi friði, sameiningu og sterku skipulagi. Raddsett af Zelda Williams.
Þáttalisti
breytaÍ heildina voru 52 þættir framleiddir og var þeim skipt í fjórar þáttaraðir eða "Bækur".
Book One: Air (2012)
breytaTitill | Sýnt í U.S.A. | # | ||
---|---|---|---|---|
Welcome to Republic City | 14. apríl 2012 | 1 – 101 | ||
Höfundar: Michael Dante DiMartino & Bryan Konietzko, Leikstjórar: Joaquim Dos Santos og Ki Hyun Ryu | ||||
A Leaf on the Wind | 14. apríl 2012 | 2 – 102 | ||
Höfundar: Michael Dante DiMartino & Bryan Konietzko, Leikstjórar: Joaquim Dos Santos og Ki Hyun Ryu | ||||
The Revelation | 21. apríl 2012 | 3 – 103 | ||
Höfundar: Michael Dante DiMartino & Bryan Konietzko, Leikstjórar: Joaquim Dos Santos og Ki Hyun Ryu | ||||
The Voice in the Night | 28. apríl 2012 | 4 – 104 | ||
Höfundar: Michael Dante DiMartino & Bryan Konietzko, Leikstjórar: Joaquim Dos Santos og Ki Hyun Ryu | ||||
The Spirit of Competition | 5. maí 2012 | 5 – 105 | ||
Höfundar: Michael Dante DiMartino & Bryan Konietzko, Leikstjórar: Joaquim Dos Santos og Ki Hyun Ryu | ||||
And the Winner Is... | 12. maí 2012 | 6 – 106 | ||
Höfundar: Michael Dante DiMartino & Bryan Konietzko, Leikstjórar: Joaquim Dos Santos og Ki Hyun Ryu | ||||
The Aftermath | 19. maí 2012 | 7 – 107 | ||
Höfundar: Michael Dante DiMartino & Bryan Konietzko, Leikstjórar: Joaquim Dos Santos og Ki Hyun Ryu | ||||
When Extremes Meet | 2. júní 2012 | 8 – 108 | ||
Höfundar: Michael Dante DiMartino & Bryan Konietzko, Leikstjórar: Joaquim Dos Santos og Ki Hyun Ryu | ||||
Out of the Past | 9. júní 2012 | 9 – 109 | ||
Höfundar: Michael Dante DiMartino & Bryan Konietzko, Leikstjórar: Joaquim Dos Santos og Ki Hyun Ryu | ||||
Turning of the Tides | 16. júní 2012 | 10 – 110 | ||
Höfundar: Michael Dante DiMartino & Bryan Konietzko, Leikstjórar: Joaquim Dos Santos og Ki Hyun Ryu | ||||
Skeletons in the Closet | 23. júní 2012 | 11 – 111 | ||
Höfundar: Michael Dante DiMartino & Bryan Konietzko, Leikstjórar: Joaquim Dos Santos og Ki Hyun Ryu | ||||
Endgame | 23. júní 2012 | 12 – 112 | ||
Höfundar: Michael Dante DiMartino & Bryan Konietzko, Leikstjórar: Joaquim Dos Santos og Ki Hyun Ryu | ||||
Book Two: Spirits (2013)
breytaTitill | Sýnt í U.S.A. | # | ||
---|---|---|---|---|
Rebel Spirit | 13. september 2013 | 1 – 113 | ||
Höfundur: Tim Hedrick, Leikstjóri: Colin Heck
Fyrsti þátturinn sem Studio Pierrot vinnur að. | ||||
The Southern Lights | 13. september 2013 | 2 – 114 | ||
Höfundur: Joshua Hamilton, Leikstjóri: Ian Graham | ||||
Civil Wars, Part 1 | 20. september 2013 | 3 – 115 | ||
Höfundur: Michael Dante DiMartino, Leikstjóri: Colin Heck | ||||
Civil Wars, Part 2 | 27. september 2013 | 4 – 116 | ||
Höfundur: Michael Dante DiMartino, Leikstjóri: Ian Graham | ||||
Peacekeepers | 4. október 2013 | 5 – 117 | ||
Höfundur: Tim Hedrick, Leikstjóri: Colin Heck | ||||
The Sting | 11. október 2013 | 6 – 118 | ||
Höfundur: Joshua Hamilton, Leikstjóri: Ian Graham | ||||
Beginnings, Part 1 | 18. október 2013 | 7 – 119 | ||
Höfundur: Michael Dante DiMartino, Leikstjóri: Colin Heck
Studio Mir samþykkti að koma aftur og byrjaði á Beginnings, Part 1 og 2. | ||||
Beginnings, Part 2 | 18. október 2013 | 8 – 120 | ||
Höfundur: Tim Hedrick, Leikstjóri: Ian Graham | ||||
The Guide | 1. nóvember 2013 | 9 – 121 | ||
Höfundur: Joshua Hamilton, Leikstjóri: Colin Heck
Síðasti þátturinn sem Studio Pierrot vann að. | ||||
A New Spiritual Age | 8. nóvember 2013 | 10 – 122 | ||
Höfundur: Tim Hedrick, Leikstjóri: Ian Graham | ||||
Night of a Thousand Stars | 15. nóvember 2013 | 11 – 123 | ||
Höfundur: Joshua Hamilton, Leikstjóri: Colin Heck | ||||
Harmonic Convergence | 15. nóvember 2013 | 12 – 124 | ||
Höfundur: Tim Hedrick, Leikstjóri: Ian Graham | ||||
Darkness Falls | 22. nóvember 2013 | 13 – 125 | ||
Höfundur: Joshua Hamilton, Leikstjóri: Colin Heck | ||||
Light in the Dark | 22. nóvember 2013 | 14 – 126 | ||
Höfundur: Michael Dante DiMartino, Leikstjóri: Ian Graham | ||||
Book Three: Change (2014)
breytaTitill | Sýnt í U.S.A. | # | ||
---|---|---|---|---|
A Breath of Fresh Air | 27. júní 2014 | 1 – 201 | ||
Höfundur: Tim Hedrick, Leikstjóri: Melchior Zwyer | ||||
Rebirth | 27. júní 2014 | 2 – 202 | ||
Höfundur: Joshua Hamilton, Leikstjóri: Colin Heck | ||||
The Earth Queen | 27. júní 2014 | 3 – 203 | ||
Höfundur: Tim Hedrick, Leikstjóri: Ian Graham | ||||
In Harm's Way | 11. júlí 2014 | 4 – 204 | ||
Höfundur: Joshua Hamilton, Leikstjóri: Melchior Zwyer | ||||
The Metal Clan | 11. júlí 2014 | 5 – 205 | ||
Höfundur: Michael Dante DiMartino, Leikstjóri: Colin Heck | ||||
Old Wounds | 18. júlí 2014 | 6 – 206 | ||
Höfundur: Katie Mattila, Leikstjóri: Ian Graham | ||||
Original Airbenders | 18. júlí 2014 | 7 – 207 | ||
Höfundur: Tim Hedrick, Leikstjóri: Melchior Zwyer | ||||
The Terror Within | 25. júlí 2014 | 8 – 208 | ||
Höfundur: Michael Dante DiMarino, Leikstjóri: Ian Graham
Síðasti þátturinn sýndur á Nickelodeon-sjónvarpsstöðinni. | ||||
The Stakeout | 1. ágúst 2014 | 9 – 209 | ||
Höfundur: Michael Dante DiMarino, Leikstjóri: Ian Graham
Fyrsti þátturinn sýndur á Nick.com. | ||||
Long Live the Queen | 8. ágúst 2014 | 10 – 210 | ||
Höfundur: Tim Hedrick, Leikstjóri: Melchior Zwyer | ||||
The Ultimatum | 15. ágúst 2014 | 11 – 211 | ||
Höfundur: Joshua Hamilton, Leikstjóri: Colin Heck | ||||
Enter the Void | 22. ágúst 2014 | 12 – 212 | ||
Höfundur: Michael Dante DiMartino, Leikstjóri: Ian Graham | ||||
Venom of the Red Lotus | 22. ágúst 2014 | 13 – 213 | ||
Höfundar: Tim Hedrick og Joshua Hamilton, Leikstjóri: Melchior Zwyer | ||||
Book Four: Balance (2014)
breytaTitill | Sýnt í U.S.A. | # | ||
---|---|---|---|---|
After All These Years | 3. október 2014 | 1 – 214 | ||
Höfundur: Tim Hedrick, Leikstjóri: Colin Heck | ||||
Korra Alone | 10. október 2014 | 2 – 215 | ||
Höfundur: Michael Dante Di Martino, Leikstjóri: Ian Graham | ||||
The Coronation | 17. október 2014 | 3 – 216 | ||
Höfundur: Joshua Hamilton, Leikstjóri: Melchior Zwyer | ||||
The Calling | 24. október 2014 | 4 – 217 | ||
Höfundur: Katie Mattila, Leikstjóri: Colin Heck | ||||
Enemy at the Gates | 31. október 2014 | 5 – 218 | ||
Höfundur: Tim Hedrick, Leikstjóri: Ian Graham | ||||
Battle of Zaofu | 7. nóvember 2014 | 6 – 219 | ||
Höfundur: Joshua Hamilton, Leikstjóri: Melchior Zwyer | ||||
Reunion | 14. nóvember 2014 | 7 – 220 | ||
Höfundur: Michael Dante DiMartino, Leikstjóri: Colin Heck | ||||
Remembrances | 21. nóvember 2014 | 8 – 221 | ||
Höfundar: Joshua Hamitlon, Katie Mattila og Tim Hedrick, Leikstjóri: Michael Dante DiMartino
Vegna skerðingar á fjármagni, neyddust DiMartino og Konietzko að framleiða endurlitsþátt svo að þeir þyrftu ekki að reka starfsfólkið sitt. | ||||
Beyond the Wilds | 28. nóvember 2014 | 9 – 222 | ||
Höfundur: Joshua Hamilton, Leikstjóri: Ian Graham | ||||
Operation Beifong | 5. desember 2014 | 10 – 223 | ||
Höfundur: Tim Hedrick, Leikstjóri: Melchior Zwyer | ||||
Kuvira's Gambit | 12. desember 2014 | 11 – 224 | ||
Höfundur: Joshua Hamilton, Leikstjóri: Colin Heck | ||||
Day of the Colossus | 19. desember 2014 | 12 – 225 | ||
Höfundur: Tim Hedrick, Leikstjóri: Ian Graham | ||||
The Last Stand | 19. desember 2014 | 13 – 226 | ||
Höfundur: Michael Dante DiMartino, Leikstjóri: Melchior Zwyer
Lokaþáttur The Legend of Korra. |