Avatar: The Last Airbender
Avatar: The Legend of Aang (þekktur í Bandaríkjunum sem Avatar: The Last Airbender) er bandarískur teiknimyndaþáttur saminn af Michael Dante DiMartino og Bryan Konietzko. Þátturinn fjallar um fjórar þjóðir sem geta hverjar beitt einum af fjórum náttúruöflunum - vatni, jörð, eldi og lofti. En aðeins einn einstaklingur getur beitt öll fjögur og kallast hann Avatar.
Avatar: The Legend of Aang | |
---|---|
Tegund | Teiknimyndaþáttur Drama hasar gaman ævintýri |
Búið til af | Michael Dante DiMartino Bryan Konietzko |
Kynnir | Nickelodeon |
Talsetning | Zach Tyler Eisen Mae Whitman Jack DeSena Dante Basco Jesse Flower Mako Iwamatsu Greg Baldwin Grey DeLisle Dee Bradley Baker Mark Hamill |
Tónskáld | Jeremy Zuckerman Benjamin Wynn |
Upprunaland | Bandaríkin |
Frummál | Enska |
Fjöldi þáttaraða | 3 |
Fjöldi þátta | 61 |
Framleiðsla | |
Aðalframleiðandi | Michael Dante DiMartino Bryan Konietzko Aaron Ehasz |
Lengd þáttar | 22 mín. |
Framleiðsla | Nickelodeon Animation Studios DR Movie JM Animation MOI Animation |
Útsending | |
Upprunaleg sjónvarpsstöð | Nickelodeon (2005-2008) |
Sýnt | 21. febrúar 2005 – 19. júlí 2008 |
Aðalpersóna þáttana er 12-ára gamli Avatarinn Aang sem var frosinn í ísjaka í 100 ár og þarf að bjarga heiminum frá innrás Eldþjóðarinnar. Þættirnir hafa fengið lof gagnrýnenda og eiga þeir stóran og dyggan aðdáendahóp. Teiknistíll þáttana er byggður á japönskum teiknimyndum og nýtist einnig við asíska heimsspeki. Þættirnir voru sýndir á árunum 2005-2008. Árið 2010 kom út leikin kvikmynd byggð á þáttunum undir nafninum The Last Airbender sem fékk hræðilega dóma frá gagnrýnendum og aðdáendum þáttana. Í apríl 2012 hófst framhaldssyrpa Avatar-þáttana The Legend of Korra og lauk henni í desember 2014.
Persónur
breyta- Aang - aðalpersóna þáttana.12 ára gamall strákur frá suður-Lofthirðinni og er loftbeitir (Airbender). Aang er nýji Avatarinn sem var í heila öld frosinn í ísjaka en þarf að læra að stjórna öllum fjórum náttúruöflum til að stöðva Eldþjóðina. Aang er mikill fjörkálfur og oft getur hann ekki staðist tækifæri við að gera eitthvað skemmtilegt í frítímum sínum. Þrátt fyrir aldur hans er hann mjög þroskaður, vitur og hugrakkur. Aang er einnig mikill friðarsinni og kýs ekki ofbeldi nema ef ekkert annað kemur til greina. Raddsettur af Zach Tyler Eisen.
- Katara - 14 ára gömul stelpa frá Suður-Vatnsættbálknum og er vatnsbeitir (Waterbender). Hún finnur Aang og vill hjálpa honum að læra hin frumefnin. Hún er getur verið frekar þrjósk en er einnig umhyggjusöm og vill hjálpa þeim sem eru í vanda. Hún og Aang hafa sterkt vinasamband sem þróast í það að þau verða ástfangin af hvor öðru. Raddsett af Mae Whitman.
- Sokka - 15 ára gamall strákur. Eldri bróðir Katöru. Hann er ekki beitir en er alltaf tilbúinn að berjast og er grínisti þáttanna. Sokka þráir að vera mikill bardagamaður og leiðtogi eins og faðir hans. Raddsettur af Jack DeSena
- Zuko prins - 16 ára gamall krónprins Eldþjóðarinnar sem er eldbeitir (Firebender). Hann var bannfærður eftir að hann vanvirti herforingja og fær ekki að snúa aftur fyrr en hann hefur handsamað Avatarinn. Í fyrstu þáttaröðinni er hann aðal-andstæðingur Aangs, Katöru og Sokka og er harð ákveðinn í að ná Aang, sama hvað það kostar. Í annarri þáttaröðinni er Zuko og frændi hans, Iroh, álitnir föðurlandssvikarar og þurfa að fela sig í Jarðarkonungsdæminu þar sem Zuko fer að sýna meiri samúð gagnvart bændum og fólkinu sem þjást af hamförum stríðsins og reynir að komast að því hver hann er í raun og hvað hann vill. Í þriðju þáttaröðinni hefur Zuko loksins lært auðmýkt en snýr aftur til Eldþjóðarinnar sem krónprins. Að lokum finnur hann innlausn og ákveður að hjálpa Aang að stöðva föður sinn. Raddsettur af Dante Basco.
- Toph Beifong - 12 ára gömul blind stelpa sem er jarðbeitir (Earthbender). Hún er komin af ríkri fjölskyldu í Jarðarkonungsdæminu sem reynir alltaf að skýla henni. Hún gengur í liði með Aang til að kenna honum jarðarvald. Hún er ekki mikið fyrir að láta aðra hjálpa sér og segir hreint það sem henni finnst. Hún er oft dónaleg og getur verið frek en innst inni er hún góðhjörtuð og vingjarnleg, hún sýnir þá hlið yfirleitt þegar hún er að hugga aðra. Hún sér aðra með því að lesa titring úr jörðinni, einnig hefur hún mjög góða heyrn og getur jafnvel skynjað lygar. Raddsett af Jessie Flower.
- Iroh - 60 ára gamli frændi Zukos of fyrrverandi herforingi Eldþjóðarinnar sem fylgir honum í að elta uppi Avatarinn. Iroh er lærimeistari Zukos og kennir honum að það er meira í lífinu en bara heiður og að fólk stjórnar eigin örlögum. Hann missti son sinn í stríðinu og horfir á Zuko sem sinn eigin son (Einnig er Iroh nokkurs konar föðurímynd Zukos). Hann er þybbinn, vitur og kátur maður sem nýtur þess að drekka te. Raddsettur af Mako Iwamatsu (þáttaröð 1-2) og Greg Baldwin (þáttaröð 3).
- Azula prinsessa - 14 ára gamla yngri systir Zukos sem er eftirlæti föður þeirra og er fengin til að elta uppi Avatarinn í annari þáttaröð og er aðalandstæðingur Aangs og Zukos. Hún er grimmur fullkomnarsinni sem nýtur þess að spila með fólk. Raddsett af Grey Delisle.
- Appa - Fljúgandi vísundarveran hans Aangs og flytur hann og vini hans til hinna ýmsu staði. Ólíkt Momo skilur Appa mannamál en tjáir sig einungis með rýti og urri. Hann og Momo deila sterkri vináttu á milli sýn. Hljóð hans er gerð af Dee Bradley Baker.
- Momo - Fljúgandi lemúr sem Aang tekur aðsér og verður gæludýr gengisins. Hann og Appa eru miklir vinir. Þótt hann skilji ekki mannamál er hann samt mjög gáfaður. Hann tjáir sig einungis með apahljóðum. Hljóð hans eru gerð af Dee Bradley Baker.
- Suki - Leiðtogi ungra kvenkyns Kyoshi-hermanna. Hún er hæfileikaríkur meistari í bardagalistum og er bandamaður Avatarsins. Einnig er hún kærasta Sokka. Raddsett af Jennie Kwan.
- Mai - Dóttir ríkisstjóra frá Eldþjóðinni. Mai er ekki valdur en er samt sem áður hæfileikarík bardagakona sem er mjög markviss og missir sjaldan marks þegar hún kastar hnífum og pílum. Hún tjáir sig ekki mikið og talar yfirleitt bara þegar einhver talar við hana. Hún aðstoðar Azulu prinsessu og Ty Lee. Hún er einnig kærasta Zukos. Raddsett af Cricket Leigh.
- Ty Lee - Fimleikakona og sirkusstjarna frá Eldþjóðinni og trygg aðstoðarkona Azulu prinsessu. Hún er afskaplega lipur og hefur mikla kunnáttu á mannslíkamanum, það mikla kunnáttu að hún hefur þann hæfileika að slökkva á náttúruafl-valdi fólks tímabundið. Hún er mjög kát, sakleysisleg og bjartsýn. Raddsett af Olivia Hack.
- Ozai Elddrottinn - Aðalandstæðingur þáttanna. 45 ára miskunarlaus sadisti; faðir Zukos og Azulu, og yngri bróðir Irohs. Hann sækist eftir heimsyfirráðum og þarf Aang að sigra hann til að binda enda á stríðið. Hann skammast sýn fyrir Zuko og var oft mjög illgjarn við hann, hins vegar þykir honum vænt um Azula þar sem hann á margt sameiginlegt með henni og er stoltur af henni og hæfileikum hennar. Ozai er mjög máttugur eldvaldur og ræður landi sínu með harðri hendi og margir hræðast hann, meira að segja Aang er nokkuð smeykur við hann. Raddsettur af Mark Hamill.
Þáttalisti
breytaÍ heildina voru 61 þáttur framleiddur í þremur þáttaröðum eða bókum (Books).
Book One: Water (2005)
breytaTitill | Sýnt í U.S.A. | # | ||
---|---|---|---|---|
The Boy in the Iceberg | 21. febrúar 2005 | 1 – 101 | ||
Höfundar: Michael Dante DiMartino & Bryan Konietzko, Leikstjóri: Dave Filoni | ||||
The Avatar Returns | 21. febrúar 2005 | 2 – 102 | ||
Höfundar: Michael Dante DiMartino & Bryan Konietzko, Leikstjóri: Dave Filoni | ||||
The Southern Air Temple | 25. febrúar 2005 | 3 – 103 | ||
Höfundur: Michael Dante DiMartino, Leikstjóri: Lauren MacMullan | ||||
The Warriors of Kyoshi | 4. mars 2005 | 4 – 104 | ||
Höfundur: Nick Malis, Leikstjóri: Giancarlo Volpe | ||||
The King of Omashu | 18. mars 2005 | 5 – 105 | ||
Höfundur: John O'Bryan, Leikstjóri: Anthony Lioi | ||||
Imprisoned | 25. mars 2005 | 6 – 106 | ||
Höfundur: Matthew Hubbard, Leikstjóri: Dave Filoni | ||||
The Spirit World (Winter Solstice, Part 1) | 8. apríl 2005 | 7 – 107 | ||
Höfundur: Aaron Ehasz, Leikstjóri: Lauren MacMullan | ||||
Avatar Roku (Winter Solstice, Part 2) | 15. apríl 2014 | 8 – 108 | ||
Höfundur: Michael Dante DiMartino, Leikstjóri: Giancarlo Volpe | ||||
The Waterbending Scroll | 29. apríl 2005 | 9 – 109 | ||
Höfundur: John O'Bryan, Leikstjóri: Anthony Lioi | ||||
Jet | 6. maí 2005 | 10 – 110 | ||
Höfundur: James Eagan, Leikstjóri: Dave Filoni | ||||
The Great Divide | 20. maí 2005 | 11 – 111 | ||
Höfundur: John O'Bryan, Leikstjóri: Giancarlo Volpe | ||||
The Storm | 3. júní 2005 | 12 – 112 | ||
Höfundur: Aaron Ehasz, Leikstjóri: Lauren MacMullan | ||||
The Blue Spirit | 17. júní 2005 | 13 – 113 | ||
Höfundar: Michael Dante DiMartino & Bryan Konietzko, Leikstjóri: Dave Filoni | ||||
The Fortuneteller | 23. september 2005 | 14 – 114 | ||
Höfundar: Aaron Ehasz og John O'Bryan, Leikstjóri: Dave Filoni | ||||
Bato of the Water Tribe | 7. október 2005 | 15 – 115 | ||
Höfundur: Ian Wilcox, Leikstjóri: Giancarlo Volpe | ||||
The Deserter | 21. október 2005 | 16 – 116 | ||
Höfundur: Tim Hedrick, Leikstjóri: Lauren MacMullan | ||||
The Northern Air Temple | 4. nóvember 2005 | 17 – 117 | ||
Höfundur: Elizabeth Welch Ehasz, Leikstjóri: Dave Filoni | ||||
The Waterbending Master | 18. nóvember 2005 | 18 – 118 | ||
Höfundur: Michael Dante DiMartino, Leikstjóri: Giancarlo Volpe | ||||
The Siege of the North, Part 1 | 2. desember 2005 | 19 – 119 | ||
Höfundur: Aaron Ehasz, Leikstjóri: Dave Filoni | ||||
The Siege of the North, Part 2 | 2. desember 2005 | 20 – 120 | ||
Höfundur: Aaron Ehasz, Leikstjóri: Dave Filoni | ||||
Book Two: Earth (2006)
breytaTitill | Sýnt í U.S.A. | # | ||
---|---|---|---|---|
The Avatar State | 17. mars 2006 | 1 – 201 | ||
Höfundar: Aaron Ehasz, Elizabeth Welch Ehasz, Tim Hedrick og John O'Bryan
Leikstjóri: Giancarlo Volpe | ||||
The Cave of Two Lovers | 24. mars 2006 | 2 – 202 | ||
Höfundur: Joshua Hamilton, Leikstjóri: Lauren MacMullan | ||||
Return to Omashu | 7. apríl 2006 | 3 – 203 | ||
Höfundur: Elizabeth Welch Ehasz, Leikstjóri: Ethan Spaulding | ||||
The Swamp | 14. apríl 2006 | 4 – 204 | ||
Höfundur: Tim Hedrick, Leikstjóri: Giancarlo Volpe | ||||
Avatar Day | 28. apríl 2006 | 5 – 205 | ||
Höfundur: John O'Bryan, Leikstjóri: Lauren MacMullan | ||||
The Blind Bandit | 5. maí 2006 | 6 – 206 | ||
Höfundur: Michael Dante DiMartino, Leikstjóri: Ethan Spaulding | ||||
Zuko Alone | 12. maí 2006 | 7 – 207 | ||
Höfundur: Elizabeth Welch Ehasz, Leikstjóri: Lauren MacMullan | ||||
The Chase | 26. maí 2006 | 8 – 208 | ||
Höfundur: Joshua Hamilton, Leikstjóri: Giancarlo Volpe | ||||
Bitter Work | 2. júní 2006 | 9 – 209 | ||
Höfundur: Aaron Ehasz, Leikstjóri: Ethan Spaulding | ||||
The Library | 14. júní 2006 | 10 – 210 | ||
Höfundur: John O'Bryan, Leikstjóri: Giancarlo Volpe | ||||
The Desert | 14. júní 2006 | 11 – 211 | ||
Höfundur: Tim Hedrick, Leikstjóri: Lauren MacMullan | ||||
The Serpent's Pass | 15. september 2006 | 12 – 212 | ||
Höfundar: Michael Dante DiMartino & Joshua Hamilton, Leikstjóri: Ethan Spaulding | ||||
The Drill | 15. september 2006 | 13 – 213 | ||
Höfundar: Michael Dante DiMartino & Bryan Konietzko, Leikstjóri: Giancarlo Volpe | ||||
The City of Walls and Secrets | 22. september 2006 | 14 – 214 | ||
Höfundur: Tim Hedrick, Leikstjóri: Lauren MacMullan | ||||
Tales of Ba Sing Sei | 29. september 2006 | 15 – 215 | ||
Höfundar: Joann Estoasta, Lisa Wahlander, Andrew Huebner, Gary Scheppke,
Lauren MacMullan, Katie Mattila, Justin Ridge og Giancarlo Volpe Leikstjóri: Ethan Spaulding | ||||
Appa's Lost Days | 13. október 2006 | 16 – 216 | ||
Höfundur: Elizabeth Welch Ehasz, Leikstjóri: Giancarlo Volpe | ||||
Lake Laogai | 3. nóvember 2006 | 17 – 217 | ||
Höfundur: Tim Hedrick, Leikstjóri: Lauren MacMullan | ||||
The Earth King | 17. nóvember 2006 | 18 – 218 | ||
Höfundur: John O'Bryan, Leikstjóri: Ethan Spaulding | ||||
The Guru | 1. desember 2006 | 19 – 219 | ||
Höfundar: Michael Dante DiMartino & Bryan Konietzko, Leikstjóri: Giancarlo Volpe | ||||
The Crossroads of Destiny | 1. desember 2006 | 20 – 220 | ||
Höfundur: Aaron Ehasz, Leikstjóri: Michael Dante DiMartino | ||||
Book Three: Fire (2007-2008)
breytaTitill | Sýnt í U.S.A. | # | ||
---|---|---|---|---|
The Awakening | 21. september 2007 | 1 – 301 | ||
Höfundar: Aaron Ehasz, Leikstjóri: Giancarlo Volpe | ||||
The Headband | 28. september 2007 | 2 – 302 | ||
Höfundur: John O'Bryan, Leikstjóri: Joaquim Dos Santos | ||||
The Painted Lady | 5. október 2007 | 3 – 303 | ||
Höfundur: Joshua Hamilton, Leikstjóri: Ethan Spaulding | ||||
Sokka's Master | 12. október 2007 | 4 – 304 | ||
Höfundur: Tim Hedrick, Leikstjóri: Giancarlo Volpe | ||||
The Beach | 19. október 2007 | 5 – 305 | ||
Höfundur: Katie Mattila, Leikstjóri: Joaquim Dos Santos | ||||
The Avatar and the Firelord | 26. október 2007 | 6 – 306 | ||
Höfundur: Elizabeth Welch Ehasz, Leikstjóri: Ethan Spaulding | ||||
The Runaway | 2. nóvember 2007 | 7 – 307 | ||
Höfundur: Joshua Hamilton, Leikstjóri: Giancarlo Volpe | ||||
The Puppetmaster | 9. nóvember 2007 | 8 – 308 | ||
Höfundur: Tim Hedrick, Leikstjóri: Joaquim Dos Santos | ||||
Nightmares and Daydreams | 16. nóvember 2007 | 9 – 309 | ||
Höfundur: John O'Bryan, Leikstjóri: Ethan Spaulding | ||||
The Day of Black Sun, Part 1: The Invasion | 30. nóvember 2007 | 10 – 310 | ||
Höfundur: Michael Dante DiMartino, Leikstjóri: Giancarlo Volpe | ||||
The Day of Black Sun, Part 2: The Eclipse | 30. nóvember 2007 | 11 – 311 | ||
Höfundur: Aaron Ehasz, Leikstjóri: Joaquim Dos Santos | ||||
The Western Air Temple | 14. júlí 2008 | 12 – 312 | ||
Höfundar: Elizabeth Welch Ehasz og Tim Hedrick, Leikstjóri: Ethan Spaulding | ||||
The Firebending Masters | 15. júlí 2008 | 13 – 313 | ||
Höfundur: John O'Bryan, Leikstjóri: Giancarlo Volpe | ||||
The Boiling Rock, Part 1 | 16. júlí 2008 | 14 – 314 | ||
Höfundur: May Chan, Leikstjóri: Joaquim Dos Santos | ||||
The Boiling Rock, Part 2 | 16. júlí 2008 | 15 – 315 | ||
Höfundur: Joshua Hamilton, Leikstjóri: Ethan Spaulding | ||||
The Southern Raiders | 17. júlí 2008 | 16 – 316 | ||
Höfundur: Elizabeth Welch Ehasz, Leikstjóri: Joaquim Dos Santos | ||||
The Ember Island Players | 18. júlí 2006 | 17 – 317 | ||
Höfundur: Tim Hedrick, Joshua Hamilton og John O'Bryan, Leikstjóri: Giancarlo Volpe | ||||
Sozin's Comet, Part 1: The Phoenix King | 19. júlí 2008 | 18 – 318 | ||
Höfundur: Michael Dante DiMartino, Leikstjóri: Ethan Spaulding | ||||
Sozin's Comet, Part 2: The Old Masters | 19. júlí 2008 | 19 – 319 | ||
Höfundur: Aaron Ehasz, Leikstjóri: Giancarlo Volpe | ||||
Sozin's Comet, Part 3: Into the Inferno | 19. júlí 2008 | 20 – 320 | ||
Höfundar: Michael Dante DiMartino & Bryan Konietzko, Leikstjóri: Joaquim Dos Santos | ||||
Sozin's Comet, Part 4: Avatar Aang | 19. júlí 2008 | 21 – 321 | ||
Höfundar: Michael Dante DiMartino & Bryan Konietzko, Leikstjóri: Joaquim Dos Santos |