Testament (hljómsveit)

(Endurbeint frá Testament)

Testament er bandarísk þrass-sveit sem stofnuð var í Berkeley, Kaliforníu árið 1983. Hljómsveitin hefur gengið í gegnum ýmsar breytingar á ferli sínum en gítarleikarinn Eric Peterson hefur verið með frá upphafi og söngvarinn Chuck Billy frá 1986.

Einkennismerki sveitarinnar.
Testament, 2017 .
Alex Skolnick og Chuck Billy.
Eric Peterson.

Testament naut nokkurra vinsælda frá 1988-1992 og fór í tónleikaferðalag með Iron Maiden, Black Sabbath, Anthrax, Megadeth, Overkill, Judas Priest og Slayer. Árið 1992 kom út platan The Ritual þar sem sveitin fór í melódískari átt en næstu ár vék sveitin sér meir að því að blanda dauðarokki við þrass.

Á 10. áratugi 20. aldar dvínuðu vinsældir sveitarinnar og ekki bætti úr skák að Billy greindist með krabbamein um aldamót. Eftir 2008 var sveitin mjög virk og gaf út fjölda platna.

Meðlimir breyta

  • Eric Peterson – gítarar og bakraddir (1983–)
  • Alex Skolnick – gítar og bakraddir (1983–1993, 2001, 2005–)
  • Chuck Billy – söngur (1986–)
  • Steve DiGiorgio – bassi (1998–2004, 2014–)
  • Chris Dovas - trommur (2023-)

Fyrrum meðlimir breyta

  • Gene Hoglan – trommur (1997, 2011–2022)
  • Greg Christian - bassi (1983–1996, 2005–2014)
  • Steve ,,Zetro" Souza - söngur (1983-1986)
  • Dave Lombardo – trommur (1998-1999, 2022-2023)

Breiðskífur breyta

  • The Legacy (1987)
  • The New Order (1988)
  • Practice What You Preach (1989)
  • Souls of Black (1990)
  • The Ritual (1992)
  • Low (1994)
  • Demonic (1997)
  • The Gathering (1999)
  • The Formation of Damnation (2008)
  • Dark Roots of Earth (2012)
  • Brotherhood of the Snake (2016)
  • Titans of Creation (2020)

Heimild breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Testament (band)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 12. október 2016.