Judas Priest er ensk þungarokkshljómsveit frá Birmingham, Englandi. Hún var stofnuð árið 1969. Rob Halford hefur yfirleitt verið söngvari Priest.

Judas Priest árið 2005

Priest náði verulegum vinsældum fyrst með plötunni British Steel (1980). Ímynd þeirra með leður og göddum var áhrifamikil á þungarokksmenninguna.

Halford yfirgaf Priest eftir Painkiller tónleikaferðalagið árið 1991 en kom svo aftur árið 2003. Painkiller-platan var umsnúningur í hraðari og þungari stíl frá síðustu plötum sem voru poppaðri.

Á árunum 1996-2003 var Tim Ripper Owens söngvari hljómsveitarinnar. Owens hafði áður verið í sveitinni British Steel sem tók ábreiðulög frá Judas Priest og náði eyrum hljómsveitarinnar eftir að Halford hætti. Kvikmyndin Rockstar með Mark Wahlberg og Jennifer Aniston er innblásin af veru Owens í Priest. Warner Bros sem framleiddi myndina vildi hafa Priest að einhverju leyti með í ráðum en að lokum komst hljómsveitin ekki að samkomulagi við Warner Bros þar sem meðlimirnir vildu hafa meiri áhrif á handritið. [1]

Árið 1990 var Judas Priest ákærð vegna sjálfsmorðs tveggja unglinga. Fjölskyldur þeirra héldu því fram að orsök sjálfsmorðanna hafi mátt rekja til þess að á plötu þeirra, Stained Class sem þeir höfðu verið að hlusta á áður en þeir frömdu verknaðinn, hafi verið duld skilaboð um hvatningu til sjálfsmorðs. Með því að spila lög af Stained Class aftur á bak hafi mátt heyra skilaboð eins og: „Gerðu það, gerðu það," [2]. Hljómsveitin var sýknuð af ákærunni.

Upprunalegu gítarleikarar Priest spila ekki lengur með bandinu: KK Downing hætti árið 2011 eftir ósætti við meðlimi og Glen Tipton gat ekki haldið áfram frá 2018 vegna Parkinsonveiki.

Síðan hefur Richie Faulkner sem spilað hefur í bandi Lauren Harris, dóttur Steve Harris, úr Iron Maiden tekið við gítarskyldum. Pródusentinn og gítarleikarinn Andy Sneap hefur svo hjálpað til á tónleikaferðalögum og í stúdíói.

Platan Firepower frá 2018 fékk mjög góða dóma og var framlag Faulkners lofað.

Árið 2022 var Priest heiðruð í Rock n'roll Hall of Fame.

K.K. Downing stofnaði KK's Priest árið 2020 og fékk Ripper Owens til að syngja þar.

Meðlimir

breyta
  • Ian Hill – bassi, bakraddir (1969–)
  • Rob Halford – söngur (1973–1992, 2003–)
  • Glenn Tipton – gítar, bakraddir (1974–) (hefur túrað lítið síðan 2018)
  • Scott Travis – (1989–)
  • Richie Faulkner – gítar, bakraddir (2011–)
  • Andy Sneap – gítar, (2018–)

Breiðskífur

breyta
  • Rocka Rolla (1974)
  • Sad Wings of Destiny (1976)
  • Sin After Sin (1977)
  • Stained Class (1978)
  • Killing Machine (1978)
  • British Steel (1980)
  • Point of Entry (1981)
  • Screaming for Vengeance (1982)
  • Defenders of the Faith (1984)
  • Turbo (1986)
  • Ram It Down (1988)
  • Painkiller (1990)
  • Jugulator (1997)
  • Demolition (2001)
  • Angel of Retribution (2005)
  • Nostradamus (2008)
  • Redeemer of Souls (2014)
  • Firepower (2018)
  • Invincible Shield (2024)

Tengill

breyta

Garg (vefrit) - Judas Priest[óvirkur tengill]

Tilvísanir

breyta
  1. Judas Priest Turn Their Backs On ‘Rock Star’ Movie Geymt 2 mars 2016 í Wayback Machine MTV. Skoðað 6. mars, 2016.
  2. Tónlistarfólk tíðir gestir í dómsölum Dagur, 18. ágúst 1990