Pjotr Íljítsj Tsjajkovskíj
rússneskt tónskáld (1840-1893)
(Endurbeint frá Tchaikowsky)
Pjotr Iljitsj Tsjaíkovskíj (7. maí 1840 – 6. nóvember 1893) var rússneskt tónskáld á rómantíska tímabilinu. Meðal þekktra verka eru tónlist við ballettana Hnotubrjótinn, Þyrnirós og Svanavatnið. Frægasti forleikurinn eftir hann er 1812-forleikurinn Alls samdi hann 6 sinfóníur, 11 óperur og 3 balletta auk margra minni verka. Hann byrjaði að semja tónlist þegar að móðir hans dó.
Dauði
breytaOpinber skýring á dauða tónskáldsins var að hann hefði látist úr kóleru, en sumir fræðimenn telja að hann hafi verið þvingaður til að stytta sér aldur, til forðast hneyksli tengt samkynhneigð tónskáldsins.
Heimildir
breytaGrein í New York Times - 26. júlí 1981
Þessi æviágripsgrein sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.