Tarja Halonen
11. forseti Finnlands
(Endurbeint frá Tarja Kaarina Halonen)
Tarja Kaarina Halonen (f. 24. desember 1943) er finnskur stjórnmálamaður og var kjörinn 11. forseti Finnlands í febrúar árið 2000 og tók við embættinu þann 1. mars árið 2000. Hún var endurkjörin þann 29. janúar 2006 og sat til ársins 2012. Hún var fyrsti kvenkyns forseti Finnlands.
Tarja Halonen | |
---|---|
Forseti Finnlands | |
Í embætti 1. mars 2000 – 1. mars 2012 | |
Forsætisráðherra | Paavo Lipponen Anneli Jäätteenmäki Matti Vanhanen Mari Kiviniemi Jyrki Katainen |
Forveri | Martti Ahtisaari |
Eftirmaður | Sauli Niinistö |
Persónulegar upplýsingar | |
Fædd | 24. desember 1943 Helsinki, Finnlandi |
Þjóðerni | Finnsk |
Stjórnmálaflokkur | Jafnaðarmannaflokkurinn |
Maki | Pentti Arajärvi (g. 2000) |
Börn | 1 |
Háskóli | Háskólinn í Helsinki |
Undirskrift |
Halonen fæddist í Helsinki árið 1943. Hún útskrifaðist frá Háskólanum í Helsinki árið 1968 með meistaragráðu í lögfræði.