Tölvunarfræðingur

Tölvunarfræðingur er starfstitill þeirra sem hafa áunnið sér þekkingu á tölvunarfræði, fræðilegum grundvelli upplýsinga og útreiknings og notkun þeirra í tölvukerfum.

Tölvunarfræðingar vinna aðallega að þeirri hlið tölvunnar sem snýr að hugbúnaði, andstætt tölvunarverkfræðingum sem fást aðallega við vélbúnað tölvunar, en þessi svið skarast. Tölvunarfræðingar geta unnið við og rannsakað greinar eins og þróun og hönnun reiknirita, hugbúnaðarverkfræði, upplýsingarfræði, gagnasafnsfræði og forritun.

Tölvunarfræðingar geta einnig beitt sér í fögum eins og hugbúnaðargerð, vefsmíðum og gagnagrunnsforritun. Tölvunarfræðinga er líka að finna á sviði upplýsingatækniráðgjafa.

Tölvunarfræðingar fá gráðu sína yfirleitt frá viðurkenndum háskóla eða stofnun.

Ísland

breyta

Á Íslandi er tölvunarfræðingur lögverndað starfsheiti samkvæmt lögum nr. 8 frá 11. mars 1996.

Eftirtaldir háskólar hafa réttindi til þess að útskrifa tölvunarfræðinga:

Tenglar

breyta