Sverðkettir (fræðiheiti: smilodon) eru meðal þekktustu spendýra ísaldarfánunnar og hafa leifar þeirra fundist í nær öllum heimsálfum að undanskilinni Ástralíu. Steingerðar leifar þessara katta eru þó oftast að finna í Evrópu og í Norður-Ameríku, en tegundir sverðkatta héldu mikið til á norðurslóðum fram til ísaldarloka fyrir 11-10 þúsund árum. Einn þekktasti fundarstaðurinn er La Brea í Kaliforníu en leifar þúsunda sverðkatta hafa fundist þar vel varðveittar í tjörupyttum.[1]

Hauskaupa sverðkattar.
Smilodon fatalis

Þróunarsaga sverðkatta

breyta

Sverðkettir komu fyrst fram á sjónarsviðið á eósen tímabilinu um það bil 42 milljónum ára sem falskir sverðkettir (nimravinae) en tegundir dýra af þessari ættkvísl lifðu fram að lokum míósen um það bil sjö milljónum ára. Í byrjun plíósen komu svo sverðkettir (machairodontinae) sem lifðu fram að pleistósen 11 – 10 þúsund árum.

Þrátt fyrir nafngiftina þá voru ekki allar tegundir sverðkatta náskyldar nútíma köttum. Steingerðar leifar þeirra sýna meðal annars beinabyggingu sem samsvara sig fremur beinabyggingu bjarndýra. Sverðkettir höfðu stutta fætur og gátu þess vegna ekki hlaupið hratt eða langt á eftir bráð sinni, voru svipaðir á stærð og ljón en helmingi þyngri.

Sverðkettir draga nafn sitt af ógurlegri stærð vígtanna en rannsóknir hafa leitt í ljós að þær voru allt að 18 cm langar. Vígtennurnar voru notaðar til veiðar en fræðimönnum greinir á um hvernig þeim hafi verið beitt. Sumir steingervingafræðingar eru þeirrar skoðunar að tennurnar hafi verið notaðar til þess að grípa bráðina og halda henni fastri en fleiri eru á þeirrar skoðunar að vígtennurnar hafi verið notaðar til þess að skera bráðina á háls eða rista gat á kviðinn. Þróun sverðtanna meðal nokkurra kattardýra á nýlífsöld (tertíer, 2 – 65 milljón ár) er öllum líkindum tilkomin vegna sérhæfingar þeirra í að leggja að velli stærri og stærri bráð, svo sem mammúta, nashyrninga og aðra stórvaxnar skepnur.[2]

 
Beinagrind

Sverðtennur komu að minnsta kosti tvistar sinnum fram í þróun kattardýra (felidae), fyrst hjá undirættinni nimravinae (fölskum sverðköttum) og síðar hjá macharodontinae (sverðköttum). Elstu kattardýr sem fundist hafa eru Eofelis og Aelurogale (fornkettir) frá síð-eósen í Evrasíu. Á ólígósen þróuðust þau yfir í undirættirnar nimravinae og prolailurinae yfir í felinae (það er að segja þróaða ketti, sem öll núverandi kettir tilheyra) og machairodontinae (sverðketti). Bæði innan nimravinae og machairodontinae má deila sverðköttum upp í tvo hópa. Annan hópinn mætti nefna rýtingstennta ketti, þar sem tennur þessara dýra voru langar (15 – 17 cm, breiðar og þykkar vígtennur með fínar rifflur.[3]

Þessir kettir voru voru frekar fótstuttir, vöðvastæltir og tiltölulega hægfara. Þeir hafa líklega átt í vandræðum að elta hraðfara bráð um langa veg. Að öllum líkindum hafa þessir kettir setið um fyrir bráðinni og ráðist á hana úr launsátri í stað þess að lelta hana uppi. Hinn hópinn mætti nefna bjúgtanna ketti en þeir voru með stuttar (7 – 11 cm), breiðar og þunnar vígtennur með grófari rifflum og voru þær einnig krappari. Þessir kettir voru leggjalengri og betur til fallnir að elta bráð sína.

Á míósen kom machairodus fram á sjónarsviðið í Evrasíu. Hann var fyrsti fulltrúi undirættarinnar Macharodontinae (sverðkettir) og var uppi á sama tíma og Sansanossmilus, sem var sá síðasti af undirættinni nimravinae (falskir sverðkettir). Þeir dóu líklega báðir út á ár-plíósen í Evrasíu. Nimravinae hurfu síðar af sjónarsviðinu í Norður-Ameríku og var Barvourofelis sá síðasti af þeim. Machairdodus þróðaðist yfir í homotherium og megantereon og leystu þeir forföður sinn af hólmi.[4] Homotherium er sá sverðkatta sem mesta útbreiðslu hafði. Leifar hans hafa fundist í Norður-Ameríku, Evrópu, Asíu og Afríku. Í Norður-Ameríku þróaðist megantereon síðan yfir í ættkvísl þeirra sverðkatta sem urðu stærstir og þekktastir þeirra allra eða smilodon. Þar lifði hann ásamt frændum sínum homotherium og dinobastis. Smilodon er eini sverðkötturinn sem komst til Suður-Ameríku. Hann fyllti þar í skarðið eftir sverðtennta pokadýrið thylacosmilus sem hvarf á síð-plíósen.

Útdauði

breyta

Sverðkettir (machairodontinae) dóu fyrst út í Evrasíu á mið pleistósen en þó voru nokkrir sem lifðu af fram á sið-pleistósen á Englandi. Sverðkettirnir í Norður-Ameríku lifðu fram að mörkum pleistosen og holosen (fyrir 10 – 11 þúsund árum). Ekki er vitað með vissu hvers vegna sverðkettir dóu út en orsakanna er líklega að leita í því hversu sérhæfðir þeir voru í að lifa á stórri bráð. Flestir hinna stóru dýra, hægfara plöntuætna hurfu af sjónarsviðinu á mið-og sið-pleistósen vegna breytinga í veðurfari, sem aftur ollu breytingum í gróðurfari. Þetta þýddi að hinir sérhæfðu sverðkettir sem lifðu á þeim, dóu einnig út. Maðurinn gæti þó einnig hafa átt þátt í aldauða kattanna í Norður-Ameríku. Þar veiddu forfaðir okkar stórar plöntuætur, til dæmis fornfílinn mastodonta og lentu þar með í samkeppni við sverðkettina.[5]

Tilvísanir

breyta
  1. Jón Már Halldórsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvers vegna dó sverðkötturinn út?“. Vísindavefurinn 22.6.2004. http://visindavefur.is/?id=4364. (Skoðað 16.3.2012).
  2. Richter (2000).
  3. Richter (2000).
  4. Richter (2000).
  5. Richter (2000)

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta
  • „Hvers vegna dó sverðkötturinn út“. Vísindavefurinn.