Sveifluríki
Heimildir skortir fyrir staðhæfingum í þessari grein. Ef þú vilt bæta við heimild vinsamlegast bættu þeim við undir nýrri fyrirsögn („Heimildir“) eða skildu eftir athugasemd á spjallsíðunni. |
Sveifluríki eru þau ríki Bandaríkjanna sem ekki er öruggt hvor forsetaframbjóðandinn mun vinna. Flest ríki Bandaríkjanna eru annaðhvort blá ríki (sem fara alltaf til frambjóðanda Demókrataflokksins) eða rauð ríki (fara alltaf til frambjóðanda Repúblikanaflokksins). Það eru þó alltaf nokkur ríki sem geta farið til beggja frambjóðenda (oft á bilinu 4 til 6 ríki) og þessi ríki ráða úrslitum um hvor frambjóðandinn vinnur forsetakosningarnar[1]. Misjafnt er eftir tímabilum hvaða ríki þetta eru. Mörg ríki sem eitt sinn voru sveifluríki eru í dag örugg að fari til annars hvors flokksins og þá voru sum af núverandi sveifluríkjum eitt sinn örugg til annarshvors flokksins. Til að mynda þá hefur enginn repúblikani unnið forsetakosningar án þess að vinna Ohio en það ríki er í dag öruggt repúblikanaríki. Á árunum 1904 til ársins 2004 fór Missouri alltaf til kjörins forseta nema einu sinni en það ríki hefur alltaf farið til Repúblikanaflokksins frá aldamótum. Pennsylvanía er það ríki sem hefur oftast í sögunni farið til kjörins forseta. [heimild vantar]
Tengill
breytaHeimildir
breyta- ↑ Harðarson, Birgir Þór (11. september 2024). „Hvað eru sveifluríki og hvers vegna skipta þau máli? - RÚV.is“. RÚV. Sótt 11. október 2024.