Svavar Lárusson - Ég vild' ég væri...
Svavar Lárusson syngur Hreðavatnsvalsinn er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1952. Á henni syngur Svavar Lárusson tvö lög með hinum norska SY-WE-LA jazzkvintett. Kvintettinn starfaði í Osló frá 1950-1953 og hann skipuðu meðal annarra Rolf Syversen, píanó, Finn Westbye gítar og Fred Lange-Nielsen, bassi. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Norska útvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.
Svavar Lárusson syngur Hreðavatnsvalsinn | |
---|---|
IM 4 | |
Flytjandi | Svavar Lárusson, SY-WE-LA kvintettinn |
Gefin út | 1952 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | Íslenzkir tónar |
Lagalisti
breyta- Hreðavatnsvalsinn - Lag - texti: Knútur R. Magnússon (Reynir Geirs) - Atli Þormar - ⓘ
- Ég vild' ég væri... - Lag - texti: Murray, Kuller - Benedikt Gröndal - ⓘ
Um plötuna
breytaÍ lok október 1952 komu 3 plötur með Svavari Lárussyni og SY-WE-LA kvintettinum til landsins (IM 3, IM 4 og IM 5). Þær voru teknar upp hjá Norska útvarpinu. Þessar plötur voru hinar fyrstu sem settar voru á markað frá Íslenzkum tónum. Bæði lögin á þessari plötu eru vel þekkt.
Ég vildi ég væri...
breytaÍ merkilegri ritgerð Ólafs Þorsteinssonar um sögu íslensku hljómplötunnar 1910-1958, er kafli um lagið Ég vild' ég væri... og örlög plötunnar í þætti í Ríkisútvarpinu.[1]
Myndefni
breyta-
Svavar Lárusson um það leyti sem hann söng inn á fyrstu íslensku danslagaplöturnar 1952.
-
Hreðavatnsvalsinum með norskum texta Peter Coob. Oscar Skau gaf út 1953.
-
Plötumiði af norsku útgáfu Hreðavatnsvalsins með Jens Book-Jenssen og Inger Jakobssen. Á hinni hlið plötunnar var Litla flugan hans Sigfúsar Hallórssonar. Musica gaf út.
Hreðavatnsvalsinn
breytaHreðavatnsvalsinn var eitt af þekktustu íslensku dægurlögum síðasta áratugar. Knútur R. Magnússon samdi lagið undir dulnefninu Reynir Geirs. Áhugi var fyrir laginu á Norðurlöndunum og var valsinn gefinn út á plötu í Noregi. Norskan texta gerði Peter Coob en hann gerði einnig norska textann við Litlu fluguna hans Sigfúsar Halldórssonar. Oscar Scau í Osló gaf út nóturnar.
Heimildir
breyta- ↑ Ólafur Þór Þorsteinsson. Saga íslensku hljómplötunnar 1910-1958. BA-ritgerð í sagnfræði við HÍ, 2006. Bls. 33.