Suðurlandsskjálfti

jarðskjálfti á Suðurlandi sem er 6,0 stig eða meira
(Endurbeint frá Suðurlandsskjálftinn)

Suðurlandsskjálfti er jarðskjálfti á Suðurlandi sem er 6,0 stig eða meira, sem stafar af sniðgengishreyfingu á þröngu belti sem liggur frá Ölfusi austur að Vatnafjöllum. Við hreyfinguna bjagast jarðskorpan og spenna hleðst upp. Annað veifið losnar þessi uppsafnaða spenna úr læðingi í jarðskjálfta.

Síðasti Suðurlandsskjálfti varð þann 29. maí árið 2008 og mældist 6,2 stig en áður höfðu riðið yfir skjálftar þann 17. og 21. júní árið 2000 sem mældust 6,5 og 6,6 stig. Árið 1912 reið yfir Suðurland jarðskjálfti sem var 7,0 stig og árið 1896 urðu 5 skjálftar, 6,5-6,9 stig, á svæðinu frá Landsveit vestur í Ölfus.

Jarðskjálftaár á Suðurlandi skv. annálum: 1013 - 1164 - 1182 - 1211 - 1294 - 1308 - 1311 - 1339 - 1370 - 1389 - 1391 - 1546 - 1581 - 1613 - 1618 - 1624 - 1630 - 1633 - 1657 - 1658 - 1663 - 1671 - 1706 - 1732 - 1734 - 1749 - 1752 - 1754 - 1784 - 1789 - 1808 - 1828 - 1829 - 1896 - 1912 - 2000 - 2008

Tengt efni

breyta

Heimildir

breyta
  • Nánar um Suðurlandsskjálfa Geymt 16 maí 2008 í Wayback Machine
  • „Hvenær kemur Suðurlandsskjálftinn?“. Vísindavefurinn.

Tenglar

breyta