Suður-Ameríkukeppni kvenna í knattspyrnu

Suður-Ameríkukeppni kvenna í knattspyrnu eða Copa América Femenina er keppni milli kvennalandsliða Suður-Ameríku. Fyrirmynd hennar er karlakeppnin Copa América, en keppnin hefur verið haldin á þriggja til fimm ára fresti frá árinu 1991. Brasilía er núverandi meistari og langsigursælasta lið keppninnar. Næsta mót verður haldið árið 2025.

Copa América Femenina var fyrst haldin í Brasilíu árið 1991. Þátttökulið voru einungis þrjú talsins og unnu heimakonur báða leiki sína með miklum mun. Brasilía hlaut gullverðlaunin næstu þrjú skipti sem keppnin var haldin og vann raunar hverja einustu viðureign. Fimmta keppnin fór fram í Argentínu árið 2006, þar sem heimaliðið kom gríðarlega á óvart með því að tryggja sér titilinn með sigri á Brasilíu í lokaleiknum. Brasilíska liðið kom tvíeflt til baka og vann sinn fimmta, sjötta, sjöunda og áttunda titil á mótunum árin 2010, 2014, 2018 og 2022.

Meistaratitlar

breyta
Ár Nafn
1991   Brasilía
1995   Brasilía
1998   Brasilía
2003   Brasilía
2006   Argentína
2010   Brasilía
2014   Brasilía
2018   Brasilía
2022   Brasilía
2025

Heimildir

breyta