Suðrænn baulfiskur

Suðrænn baulfiskur[1] (Argyrosomus hololepidotus) er fisktegund sem helst er að finna í Indlandshafi. Hann er silfurlitaður með gráum eða brúnum uggum, dökkur sporður, dökkir til svartir blettir að ofan sitthvoru megin við bakugga og að sporði. Uggar eru beittir honum til varnar. Hann er frekar stór og er algeng stærð um 1 metri, hann getur þó náð allt að 2 metra lengd. Hefur mest vigtast 71 kg og hæðsti aldur skráður 30 ára.

Argyrosomus hololepidotus
Suðrænn baulfiskur
Suðrænn baulfiskur
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Yfirættbálkur: Broddgeislungar (Acanthopterygii)
Ættbálkur: Borrar (Perciformes)
Undirættbálkur: Aborri (Percoidei)
Ætt: Sciaenidae
Ættkvísl: Baulfiskur (Argyrosomus)
Tegund:
A. hololepidotus

Tvínefni
'''Argyrosomus hololepidotus'''

Hann heldur sig helst í Indlandshafi þó mest við Madagaskar og er oft kenndur við þær eyjar, Madagaskar meagre. Hann finnst þó víðar. Fiskurinn kýs frekar hlýjan sjó og vill helst vera í hitastigi á bilinu 13-24°C.

Suðrænn baulfiskur er botnfiskur og sjávarfiskur en þolir þó ferskvatn og á það til að synda upp ár. Heldur sig helst í sjó á 15-150 m dýpi. Finnst þar af leiðandi hellst við ósa, neðst í ám, við strendur og einnig við rif. Hann er hellst við botninn eða miðsvæðis í sjónum.

Þessi tegund á ekki marga óvini, hákarlar eiga það til að leggja sér hann til munns, síðan er hann sjálfs síns óvinur því þeir éta hvorn annan. Suðrænn baulfiskur lifir á fjölbreyttri fæðu, þar hefur stærðin sitt að segja. Hann étur aðra fiska og vegna stærðar er flóran nokkuð mikil. Hann lifir einnig á smokkfisk, kröbbum, rækjum og ormum. Hann aflar sér fæðu helst á nóttunni.[2]

Þær þjóðir sem veiða mest eru Angóla, Ástralía og Suður-Afríka. Árið 2010 voru veidd 17.688 tonn. Angóla veiðir mest, en þeir hafa þó ekki veitt samfellt frá 1950. Þeir hættu veiðum frá 1970-1983 og aftur 1987-1998. En eftir 2001 juku þeir sínar veiðar töluvert og eru langt yfir öllum öðrum þjóðum í tonnum talið. [3]

Heimildir

breyta
  1. „Stjórnartíðindi EB“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 5. mars 2016. Sótt 14. febrúar 2013.
  2. (Fishbase. (e.d.). Sótt 10. Febrúar 2013 af http://www.fishbase.org/Summary/SpeciesSummary.php?ID=419&AT=southern+meagre)
  3. (Fisheries and Aquaculture Department. (e.d.). FAO grunnur af heimasíðu, Hreiðar Þór Valtýrsson. Sótt 1. oktober 2012 af http://staff.unak.is/not/hreidar/FIF1106.html Geymt 5 mars 2016 í Wayback Machine)