Uggi er útlimur fiska sem þeir nota oftast til að knýja sig áfram með og til að halda jafnvægi. Lögun og samsetning ugganna er mjög breytileg eftir fisktegundum og á sumum hafa einstaka uggar þróast og orðið að líffærum, til dæmis hið lýsandi agn á höfðinu á kjaftagelgjum og sogskál á kviðnum hjá hrognkelsum.

(1) Eyruggi, (2) Kviðuggi, (3) Bakuggi, (4) fituuggi, (5) Gotraufaruggi, (6) Sporðblaðkan

Helstu uggar fiska

breyta
  • Bakuggar - sem eru á hrygg fisksins og geta verið allt að þrír talsins.
  • Eyruggar - venjulega eru rétt aftan við tálknlokið.
  • Gotraufaruggi - staðsettur aftan við gotraufina.
  • Kviðuggar - venjulega eru fyrir neðan eyruggana.
  • Sporðblaðkan - kemur aftur úr styrtlunni og flestir fiskar nota til að knýja sig áfram.

Aðrir uggar

  • Margir fiskar hafa auk þess fituugga rétt aftan við bakuggana.
  • Bakuggi Hákarla nefnist óðuggi en orðið er líka haft um veiðiugga sem er lítill húðsepi aftast á baki laxfiska.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.