Uggi er útlimur fiska sem þeir nota oftast til að knýja sig áfram með og til að halda jafnvægi. Lögun og samsetning ugganna er mjög breytileg eftir fisktegundum og á sumum hafa einstaka uggar þróast og orðið að líffærum, til dæmis hið lýsandi agn á höfðinu á kjaftagelgjum og sogskál á kviðnum hjá hrognkelsum.

(1) Eyruggi, (2) Kviðuggi, (3) Bakuggi, (4) fituuggi, (5) Gotraufaruggi, (6) Sporðblaðkan

Helstu uggar fiska

breyta
  • Bakuggar - sem eru á hrygg fisksins og geta verið allt að þrír talsins.
  • Eyruggar - venjulega eru rétt aftan við tálknlokið.
  • Gotraufaruggi - staðsettur aftan við gotraufina.
  • Kviðuggar - venjulega eru fyrir neðan eyruggana.
  • Sporðblaðkan - kemur aftur úr styrtlunni og flestir fiskar nota til að knýja sig áfram. Ein af aðalhlutverkum sporðsins er að aðstoða fiskinn við sund og hreyfingu. Þegar fiskur beitir sporðinum, getur hann framkallað kraftmiklar hreyfingar sem hjálpa honum að synda fram, breyta stefnu eða stöðva sig. Sporðurinn er einnig mikilvægur þegar kemur að jafnvægi. Með því að hreyfa sporðinn til hliðar eða upp og niður, getur fiskurinn haldið sér stöðugum í vatninu, jafnvel þegar straumurinn er sterkur. Auk hreyfingar og jafnvægis getur sporðurinn einnig verið notaður í vernd. Sumir fiskar nota sporðinn til að slá á óvin eða til að flýja frá hættum. Þannig gegnir sporðurinn mikilvægu hlutverki í lífi fiska, bæði við hreyfingu og í að lifa af í náttúrunni.

Aðrir uggar

  • Margir fiskar hafa auk þess fituugga rétt aftan við bakuggana.
  • Bakuggi Hákarla nefnist óðuggi en orðið er líka haft um veiðiugga sem er lítill húðsepi aftast á baki laxfiska.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.