Streymi

miðlunartækni á margmiðlunarefni
(Endurbeint frá Streymimiðlun)

Streymi er miðlunartækni á Interneti þannig að notendur geta hlaðið niður eða sótt margmiðlunarefni og spilað það í tölvu sinni jafnóðum og það berst að. Margmiðlunarskrár byrja þá strax að spilast en ekki þarf að bíða þangað til öll skráin hefur hlaðist niður.

Beint streymi er þegar upptaka er send út á netinu um leið og hún verður til. Dæmi um beint streymi er streymi úr vefmyndavélum sem sent er út á netið og þegar streymt er frá viðburðum, eins og jarðarförum.[1][2] Þá er hægt að fylgjast með viðburðinum í beinni eða svo til beinni útsendingu.

Streymisveita er netþjónusta sem býður upp á margmiðlunarstreymi gegn skráningu og/eða gjaldi. Dæmi um sjónvarpsstreymisveitur eru Netflix, Disney+,Viaplay, Prime Video, Hulu, Plex, HBO Max, Peacock, Paramount+ og Apple TV+. Tvær helstu íslensku streymisveiturnar eru Stöð 2+ og Sjónvarp Símans Premium. Komið hefur til tals að íslenska ríkið stofni streymsiveitu.[3]

Einnig eru til streymisþjónustur sem gera notandanum kleift að hlusta á annað hvort tónlist, útvarpsþætti eða hlaðvörp. Dæmi um það eru Spotify, iTunes, Apple Podcasts, Pocket Casts og Google Podcast. Audible og Storytel eru streymisveitur sem sérhæfa sig í streymi hljóðbóka.

Aðrar streymisþjónustur sem njóta vinsælda eru ókeypis efnisveitur með myndböndum eða beinum útsendingum þar á meðal YouTube, Vimeo, Video Dailymotion og Twitch en þær má líka flokka undir samfélagsmiðla.

Tilvísanir

breyta
  1. „Bein lýsing frá út­för Elísa­betar II Breta­drottningar á morgun - Vísir“. visir.is. 18. september 2022. Sótt 4. júní 2023.
  2. „Streyma frá jarðarförum“. www.mbl.is. 25. mars 2020. Sótt 4. júní 2023.
  3. „Kvikmyndaarfur Íslendinga á nýrri streymisveitu“. Kvikmyndamiðstöð Íslands. Sótt 6. júlí 2021.
   Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.