Halldór Þorgeirsson
Halldór Þorgeirsson (f. 25. janúar, 1960). er íslenskur kvikmyndagerðarmaður. Frá 1979 hefur hann starfað við leikmyndagerð og sem kvikmyndaframleiðandi.
Halldór hefur meðal annars framleitt kvikmyndirnar Stella í orlofi, Karlakórinn Hekla, Kristnihald undir Jökli, Ungfrúin góða og húsið, Húsið, Stella í framboði og Veðramót. Halldór sat í stjórn Gljúfrasteins frá 2002 til 2015.