Steina and Woody Vasulka

Steina Vasulka (fædd Steinunn Briem Bjarnadóttir árið 1940) og Woody Vasulka (fæddur Bohuslav Vašulka árið 1937 – 2019) eru brautryðjendur í vídeólist á heimsvísu. Þau hafa verið búsett um árabil í Bandaríkjunum þótt bæði séu íslenskir ríkisborgarar. Steina var fædd og uppalin í Reykjavík en sótti framhaldsnám í fiðluleik til Prag og dvaldist þar árin 1959 til 1965. Þar kynntist hún verðandi eiginmanni sínum, verkfræðingnum og kvikmyndagerðarmanninum Woody Vasulka. Árið 1968 fékk Woody íslenskan ríkisborgararétt og ári síðar voru þau búin að koma sér fyrir í New York, þar sem þeirra beið að taka virkan þátt í þróun hinnar alþjóðlegu vídeóbyltingar sem þá var í burðarliðnum. Árið 1971 stofnuðu þau The Kitchen í Greenwich Village, á Manhattan, þekktustu og virtustu margmiðlunarmiðstöð veraldar. Vorið 1973 yfirgáfu Steina og Woody New York-borg og settust að í Buffalo, þar sem þau gegndu prófessorsstöðu við SUNY, fyrstu háskóladeild heims í praktískum margmiðlunarfræðum. Árið 1980 fluttu þau suður til Santa Fe í Nýju-Mexíkó. Þann 16. október 2014 opnaði Vasulka stofa í Listasafni Íslands.

Steina (til hægri) og Woody Vasulka

Vasulka-stofan

breyta

Vasulka-stofa er miðstöð fyrir margmiðlunarlist á Íslandi, með megináherslu á varðveislu, rannsóknir og kynningu á verka- og heimildasafni Steinu og Woodys Vasulka. Vasulka-stofa er sett á stofn í samstarfi Listasafns Íslands og Vasulka Inc. og er undirdeild Listasafns Íslands. Með stofnun Vasulka-stofu beinir Listasafn Íslands athygli að varðveislu vídeólistar sem hefur hingað til skort upp á að hugað sé vel að.

Tenglar

breyta