Stafangur
Stafangur (norska: Stavanger) er borg í Rogaland-fylki í suður-Noregi. Íbúar sveitarfélagsins voru 135 þúsund árið 2019 en yfir 230.000 á borgarsvæðinu, en borgin nær einnig yfir Sola, Randaberg og Sandnes.
Nágrannasveitarfélög eru Randaberg og Rennesøy í norðri, Sandnes í suðri og Sola í vestri.
Orðsifjar
breyta'Angur' merkir hér fjörður eða vík. 'Staf' er einfaldlega leitt af stafur og vísar líklega til að fjörðurinn er að mestu bugðulaus.
Landafræði
breytaStafangur liggur á meginlandi Noregs en til borgarinnar heyra einnig eyjarnar í kring. Flatarmál sveitarfélagsins alls er 67,67 km² og er hæsti punkturinn Jåttånuten, 139 m yfir sjávarmáli.
Atvinnulíf
breytaStafangur hefur verið kölluð „olíuhöfuðborg“ Noregs, því olíufyrirtækið Statoil hefur höfuðstöðvar sínar þar. Þar er líka stórt olíusafn og öll umferð út á olíuborpallana í Norðursjó fer um Sola-flugvöll fyrir utan Stafangur.
Íþróttir
breytaViking Fotballklubb er knattspyrnulið borgarinnar.
Vinabæir
breytaVinabæir Stafangurs eru eftirfarandi:
Þekkt fólk frá Stafangri
breyta- Morten Abel (1962), tónsmiður og tónlistarmaður
- Alexander Kielland (1849 - 1906), höfundur
- Kitty Kielland (1843 - 1914), listmálari
- Tore Renberg (1972 - ), höfundur
- Erik Thorstvedt (1962 - ), knattspyrnumaður .
Tenglar
breyta- Bæjarkort Kort af Stavangri