Ladakh er hérað sem Indland stýrir sem alríkissvæði. Ladakh er austurhluti umdeilda héraðsins Kasmír þar sem Indland og Pakistan hafa tekist á um yfirráð frá 1947. Ladakh á landamæri að kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Tíbet í austri, indverska héraðinu Himachal Pradesh í suðri, indverska alríkishéraðinu Jammú og Kasmír og pakistanska héraðinu Gilgit-Baltistan í vestri, og tengist Xinjiang um Karakoram-skarðið í norðri. Það nær frá Siachen-jökli í Karakoramfjöllum í norðri að Himalajafjöllum í suðri. Austurendi héraðsins er hinar óbyggðu Aksai Chin-sléttur, sem Kína ræður yfir en Indland gerir tilkall til.[1][2][3][4]

Himalajafjöll við Padum.

Ladakh var gert að sérstöku alríkissvæði árið 2019. Það er stærsta alríkissvæði Indlands.

Tilvísanir

breyta
  1. Saul B. Cohen, ritstjóri (2008). „Aksai Chin“. The Columbia Gazetteer of the World. 1. árgangur (2nd. útgáfa). New York: Columbia University Press. bls. 52. ISBN 978-0-231-14554-1. LCCN 2008009181. OCLC 212893637. "divided between India and CHINA"
  2. Alastair Lamb (25. mars 2023). The China-India Border--the Origins Of Disputed Boundaries. London. bls. 11. Sótt 12. apríl 2024 – gegnum archive.org.
  3. „As India and China clash, JFK's 'forgotten crisis' is back“. Brookings. 9. mars 2022. Sótt 31. mars 2024.
  4. „Fantasy frontiers“. The Economist. 8. febrúar 2012. Afrit af uppruna á 1. ágúst 2017. Sótt 24. september 2014.