Kólombó

(Endurbeint frá Colombo)

Kólombó (කොළඹ eða Kolamba á singalísku; கொழும்பு eða Koḻumpu á tamílsku) er efnahagsleg höfuðborg og stærsta borg Srí Lanka.[1] Samkvæmt Brookings-stofnuninni búa um 5,6 milljónir manna á stórborgarsvæðinu.[2][3][4][5] og 752.993 manns í borginni sjálfri. Borgin er efnahagskjarni eyjunnar og vinsæll ferðamannastaður. Borgin er staðsett á vesturströnd eyjunnar og er nærri stærra Kólombó-svæðinu þar sem Srí Jajevardenepúra, stjórnsýsluleg höfuðborg landsins, er einnig staðsett. Oft er talað um Kólombó sem höfuðborg landsins þar sem Srí Jajevardenepúra er innan stórborgarsvæðisins og í reynd úthverfi Kólombó. Kólombó er einnig stjórnsýsluhöfuðborg vesturhéraðs Srí Lanka og höfuðborg Kólombó-héraðs. Kólombó er lifandi borg þar sem finna má blöndu af nútímalífi, byggingum frá nýlendutímanum og eldri rústir.[6] Kólombó var talin stjórsýsluleg höfuðborg Srí Lanka til ársins 1982.

Kólombó
කොළඹ
கொழும்பு
Höfuðborg (aðsetur framkvæmdavalds og dómsvalds)
Svipmyndir frá Kólombó
Svipmyndir frá Kólombó
Fáni Kólombó
Skjaldarmerki Kólombó
Kólombó er staðsett á Srí Lanka
Kólombó
Kólombó
Staðsetning Kólombó á Srí Lanka
Hnit: 6°56′04″N 79°50′34″A / 6.93444°N 79.84278°A / 6.93444; 79.84278
Land Srí Lanka
HéraðVesturhérað
Stjórnarfar
 • BorgarstjóriEnginn
Flatarmál
 • Borg37,31 km2
Hæð yfir sjávarmáli
1 m
Mannfjöldi
 (2011)
 • Borg752.993
 • Þéttleiki20.182/km2
TímabeltiUTC+05:30
Póstnúmer
0xxxx
Svæðisnúmer011
Vefsíðacolombo.mc.gov.lk

Vegna mikillar hafnar borgarinnar og hentugrar staðsetningar hennar þekktu fornir kaupmenn Kólombó fyrir 2.000 árum. Kólombó varð höfuðborg eyjunnar þegar Srí Lanka féll undir stjórn breska heimsveldisins árið 1815[7] og varð áfram höfuðborg landsins þegar Srí Lanka hlaut sjálfstæði árið 1948. Árið 1978 var Srí Jajevardenepúra gerð að stjórnsýslulegri höfuðborg en Kólombó var áfram talin efnahagsleg höfuðborg landsins.

Tilvísanir

breyta
  1. „Colombo is the Commercial Capital“. Official Sri Lanka government website. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. desember 2014. Sótt 7. janúar 2015.
  2. Kumarage A, Amal. „Impacts of Transportation Infrastructure and Services on Urban Poverty and Land Development in Colombo, Sri Lanka“ (PDF). 1 November 2007. Global Urban Development Volume 3 Issue 1. Sótt 8. mars 2015.
  3. „The 10 Traits of Globally Fluent Metro Areas“ (PDF). 2013. Brookings Institution. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 2. apríl 2015. Sótt 17. mars 2015.
  4. „Colombo: The Heartbeat of Sri Lanka/ Metro Colombo Urban Development Project“. 21 March 2013. The World Bank. Sótt 17. mars 2015.
  5. „Turning Sri Lanka's Urban Vision into Policy and Action“ (PDF). 2012. UN Habitat, Chapter 1, Page 7. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 4. mars 2016. Sótt 17. mars 2015.
  6. Jayewarden+-e, Mr. „How Colombo Derived its Name“. Sótt 18. janúar 2007.
  7. „History of Colombo“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. desember 2011. Sótt 21. mars 2007.