Merkjafáni
Merkjafáni er fáni sem notaður er til að senda skilaboð milli skipa og milli skipa og lands. Form og merking fánanna er stöðluð í Alþjóðlegu merkjabókinni sem Alþjóðasiglingamálastofnunin ber ábyrgð á. Hver fáni táknar bókstaf, tölu eða endurtekningu.
Hægt er að senda nokkrar gerðir merkja með merkjafánum:
- Hægt er að stafa orð með röð af fánum.
- Einstakir fánar hafa staðlaða merkingu samkvæmt merkjabókinni.
- Einn eða fleiri fánar eru lyklar fyrir setningar sem hægt er að fletta upp í handbók á vegum viðkomandi flota.
- Í kappsiglingum hafa fánarnir aðra merkingu sem finna má í Alþjóðlegu kappsiglingareglunum.
Á herskipum NATO eru merkjafánar notaðir í annarri merkingu en í merkjabókinni, nema svarfáninn sé dreginn upp yfir aðra fána.