Spilverk þjóðanna

Íslensk hljómsveit
(Endurbeint frá Spilverk Þjóðanna)

Spilverk þjóðanna er íslensk hljómsveit sem varð til í Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1974. Hljómsveitin var þekkt fyrir frumlega texta og óvenjulega hljóðfæraskipan. Til að byrja með var fjöldi meðlima breytilegur og eingöngu var leikið á órafmögnuð hljóðfæri.

Þegar hljómsveitin tók upp sína fyrstu plötu Spilverk þjóðanna („brúnu plötuna“) árið 1975 voru meðlimir sveitarinnar Valgeir Guðjónsson, Egill Ólafsson, Diddú (Sigrún Hjálmtýsdóttir) og Sigurður Bjóla. Hljómsveitin naut mikilla vinsælda frá upphafi til enda en tók að leysast upp eftir 1977 þar sem allir hljómsveitarmeðlimir voru farnir að sinna öðrum verkefnum. Hljómsveitin gaf þó út Ísland 1978 og Bráðabirgðabúgí 1979 sem var síðasta plata sveitarinnar.

Árið 1997 kom út safnplatan Sagan með tuttugu lögum af hinum plötunum.

Spilverk þjóðanna lýsti því yfir árið 2010 að hljómsveitin myndi koma aftur saman árið 2011.

Meðlimir

breyta

Útgefið efni

breyta

Breiðskífur

breyta

Safnplötur

breyta

Tenglar

breyta