Bráðabirgðabúgí
Brágðabirgðabúgí er plata með Íslensku hljómsveitinni Spilverk þjóðanna sem kom út árið 1979. Auk þess að vera önnur plata spilverksins eftir að Egill Ólafsson hætti til þess að stofna Hinn Íslenzka Þursaflokk, þá er hún einnig síðasta plata hlómsveitarinnar með nýju efni í 31 ár. Maður getur sagt að platan segi sögu. Hún byrjar á laginu Landsímalínu, sem kynnir hlustandann fyrir aðalkarakterum plötunnar. Línu Dröfn og Þorvaldi, eða Valda skafara, hjónum á Vestfjörðum sem "vildu burtu af mölinni" og fluttu í Hraunbæinn. Næsta lag, Á fleytifullu tungli, er sungið af Valgeiri Guðjónssyni, líklegast í hlutverki sonar Valda og Línu, þar sem að hann rifjar upp ævi sína og segir að hann sé "einn af þeim sem eiga að erfa landið, ef eitthvað verði eftir handa honum" og að hlustandinn þurfi svosem ekki að verða hissa þó ekkert verði heldur handa sér. Þriðja lagið, Sunnudagur, er sungið af Diddú, líklegast í hlutverki ömmu annaðhvort Valda eða Línu (það er minnst á Línu og Valda í laginu svo þetta er líklegast ekki Lína) þar sem að hún syngur um týpískan Sunnudag á heimili Valda og Línu. Fjórða lagið heitir Valdi skafari þar sem er kafað aðeins dýpra inn í persónuna Valda. Það er einnig minnst á þá fyrrverandi meðlim í Spilverkinu, Egil Ólafsson í laginu. Í fimmta laginu, sem ber sama heiti og platan, er talað um húsflutning fjölskyldunnar ennþá meira. Í sjötta og sjöunda laginu er kynntur Einbjörn, sem sýnist vera sonur Valda og Línu sem, í fyrsta laginu sem hann birtist í, sem ber sama heiti og karakterinn, hangir niður á Hlemmi, reykjandi Salem og súpandi volga Coke. Annað lagið sem hann birtist í heitir Nú er Eibjörn fullur Í áttunda lagi plötunnar bætist Ragnar Bjarnason við söngvarahópinn og má segja að þá sé allt fariðí vaskinn hjá Valda og Línu. En í fyrstu línu Ragnars kallar Valdi Línu "Línu magapínu," sem og í fyrstu línu Diddúar er sagt "Valdi kaldi með kúk í haldi." Í lokahluta lagsins heyrist rödd segja eftirfarandi:
Í morgunsárið með ógreitt hárið
Skríður Valdi út í sjoppu
Öldungis glær
Kaupir pilla, hittir Villa
Nýskilinn í bíltúr með dæturnar tvær
Níunda lag plötunnar ber heitið Ljóð um ástina og er sungið af kærustu Einbjarnar sem "kemur til hans á næturnar/læðist inn í væran blund/blaut í fæturnar". Í lok lags er komist af því að hún er bara uppspuni sem hugur Einbjarnar fann upp á. Tíunda lag plötunnar fjallar einnig um Einbjörn og ber heitið Skelþunnur. Lagið, líkt og fyrsta lagið um Einbjörn, byrjar á honum hangandi niður á Hlemmi, en í þetta sinn "skelþunnur í skýlinu við hlemm/á báðum áttum reykjandi LM". Næst-síðasta lag plötunnar er meira á country hliðinni miðað við önnur lög plötunnar og ber nafnið Ég á að erfa landið, er sungið af Valgeiri Guðjónssyni sem Einbjörn og er hálfpartinn Á fleytifullu tungli sett í annan búning. Síðasta lag plötunnar heitir Lína Dröfn og er sungið af Diddú í hlutverki mannesku sem ólst upp í sama húsi og Lína.
Lagalisti
breytaNr. | Titill | Lengd |
---|---|---|
1. | „Landsíma-Lína“ | 2:44 |
2. | „Á fleytifullu tungli“ | 3:21 |
3. | „Sunnudagur“ | 2:41 |
4. | „Valdi skafari“ | 3:43 |
5. | „Bráðabirgðabúgí“ | 2:13 |
6. | „Einbjörn“ | 2:29 |
7. | „Nú er Einbjörn fullur“ | 2:35 |
8. | „Ég býð þér upp í dans“ | 2:35 |
9. | „Ljóð um ástina“ | 3:27 |
10. | „Skelþunnur“ | 3:00 |
11. | „Ég á að erfa landið“ | 2:50 |
12. | „Lína Dröfn“ | 2:49 34:27 |