Geislasópur, (fræðiheiti: Spartium junceum)[2], er runni af ertublómaætt. Hann er eina tegundin í ættkvíslinni spartium,[3][4][5] en er náskyld öðrum sópum í ættkvíslunum Cytisus og Genista. Fræðiheitið junceum þýðir "sef-líkt" (Juncus), og vísar til sprotanna, sem hafa viss líkindi við stráin á sefi (Juncus).[6]

Spartium junceum

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Undirflokkur: Rosidae
Ættbálkur: Belgjurtabálkur (Fabales)
Ætt: Ertublómaætt (Fabaceae)
Undirætt: Faboideae
Ættflokkur: Genisteae[1]
Ættkvísl: Spartium
L.
Tegund:
S. junceum

Tvínefni
Spartium junceum
L.
Samheiti
  • Genista juncea Scop.
  • Cytisus purgans (L.) Boiss..

Útbreiðsla og búsvæði

breyta

Geislasópurinn er ættaður frá svæðum í kring um Miðjarðarhaf; suður-Evrópu, suðvestur-Asíu og norðvestur-Afríku,[7] þar sem hann vex á björtum stöðum, yfirleitt í þurrum, sendnum jarðvegi.

Lýsing

breyta

Hann er kröftugur lauffellandi runni sem verður um 2 til 4 m hár, sjaldan 5 metrar, með megingreinar að 5 sm þykkar, sjaldan 10 sm. Hann er með gilda, grágræna sprota með gisin lauf; 1 til 3 sm long og að 4 mm breið. Blöðin falla fljótt af.[8] Síðla vors og snemm sumars eru plönturnar þaktar sterkgulum ilmandi blómum.

Ágeng tegund

breyta

Geislasópur hefur verið fluttur til margra svæða, og er talinn skaðleg ágeng tegund á svæðum með miðjarðarhafsloftslagi svo sem Kaliforníu og Oregon, Havaí, mið-Chile, suðaustur-Ástralíu, Vesturhöfða í Suður-Afríku og Kanaríeyjum og Azoreyjum.[7][9] Hann var fyrst fluttur til Kaliforníu sem skrautplanta.[9][10]

Nytjar

breyta

Geislasópur er notaður sem skrautplanta í görðum og landslags hönnun. Hún hefur fengið Royal Horticultural Societys Award of Garden Merit.[11]

Í Bólivíu og Perú er hann þekktur sem retama[7] og er orðinn mjög útbreiddur á sumum svæðum. Hann er ein af algengustu skrautplönum þar og sést oft til dæmis við gangbrautir í La Paz.

Plantan er einnig notuð sem bragðefni og sem ilmolía.[7][12] Trefjar hans hafa verið notaðar í föt og einnig nýtist hann í jurtalitun (gult).[12][13]

Myndir

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Cardoso D, Pennington RT, de Queiroz LP, Boatwright JS, Van Wyk BE, Wojciechowski MF, Lavin M (2013). „Reconstructing the deep-branching relationships of the papilionoid legumes“. S Afr J Bot. 89: 58–75. doi:10.1016/j.sajb.2013.05.001.
  2. USDA, NRCS (n.d.). Spartium junceum. The PLANTS Database (plants.usda.gov) (enska). Greensboro, North Carolina: National Plant Data Team. Sótt 24. nóvember 2015.
  3. „ILDIS LegumeWeb entry for Spartium. International Legume Database & Information Service. Cardiff School of Computer Science & Informatics. Sótt 15. apríl 2014.
  4. USDA; ARS; National Genetic Resources Program. „GRIN species records of Spartium. Germplasm Resources Information Network—(GRIN) [Online Database]. National Germplasm Resources Laboratory, Beltsville, Maryland. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. september 2015. Sótt 15. apríl 2014.
  5. „The Plant List entry for Spartium. The Plant List. Royal Botanic Gardens, Kew and the Missouri Botanical Garden. 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann 14 apríl 2021. Sótt 15. apríl 2014.
  6. A–Z encyclopedia of garden plants. London, United Kingdom: Dorling Kindersley in association with the Royal Horticultural Society. 2008. bls. 1136.
  7. 7,0 7,1 7,2 7,3 „GRIN Species Profile“. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. september 2015. Sótt 15. október 2017.
  8. Jepson Manual Treatment
  9. 9,0 9,1 US Forest Service Fire Ecology
  10. Element Stewardship: S. junceum
  11. „RHS Plant Selector - Spartium junceum. Sótt 4. júní 2013.[óvirkur tengill]
  12. 12,0 12,1 „FAO“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. mars 2016. Sótt 15. október 2017.
  13. botanical.com

Tenglar

breyta