Skandinavismi
Skandinavismi (stundum kallaður Norðurlandahyggja sem ætti ekki að rugla saman við norrænuhyggju sem var vinsæl í Þýskalandi á fyrri hluta 20. aldar) var stjórnmálahreyfing á Norðurlöndunum sem boðaði sameiningu eða stóraukið samstarf landanna byggt á sameiginlegri menningu þeirra og sögu. Hreyfingin kom upp meðal stúdenta á Skáni um 1840 og boðaði sameiningu Norðurlandanna í eitt ríki líkt og þær hreyfingar sem börðust fyrir sameiningu Þýskalands og Ítalíu. Upphaflega var hreyfingin litin hornauga af stjórnvöldum en þegar Óskar 1. varð konungur Svíþjóðar 1844 batnaði samband Svíþjóðar og Danmerkur og hreyfingin fékk aukið svigrúm í dagblöðum. Bandalag Svía og Dana gegn Prússum í fyrra Slésvíkurstríðinu gaf henni svo byr undir báða vængi. Á sama hátt varð hreyfingin fyrir miklu áfalli þegar Svíar neituðu að styðja Dani í seinna Slésvíkurstríðinu 1864.
Hugmyndir um Skandinavisma eiga rætur sínar að rekja til Kalmarsambandsins, sem var ekki beint sameinað ríki en er stundum talið það nálægasta sem Skandinavar hafa átt. Kalmarsambandið féll í sundur vegna yfirráð Dana og uppreisn frá Svíium. Þó þær hugmyndir eru ekki albundnar Kalmarsambandinu, og er oftar sett áherslu á sameinaða arf þeirra þjóðflokka frá forn-norrænum. Þá er talað um hversu lík tungumálin eru, sameinaða menningararfin. Á 19. öld mynduðust nokkur nemandafélög sem vildu sameina Norðurlöndin. Árið 1856 hittust margir Norðmenn, Svíar og Danir í Uppsölu í Svíþjóð og voru þar hugmyndir um Skandinavisma ræddar, nær allur hópurinn sem mætti var kominn frá nemandafélögum sem ræddu Skandinavíska hugmyndafræði.
Skandinavismi á Íslandi
breytaEinn helsti stuðningsmaður Skandinavisma á Íslandi var Gunnar Gunnarsson. Hann var mikill stuðningsmaður þess og flutti mörg ljóð um sameiningu við hin Norðurlöndin. Talið er að hann hafi smitast af þessari hugmyndafræði með dvöl sinni í Danmörku, frá Askóvskólanum.[1]
Tenglar
breyta- Saga norræns samstarfs á Norden.org Geymt 4 mars 2010 í Wayback Machine (á íslensku)
- RÁÐGÁTAN GUNNAR GUNNARSSON
- Málþing á Skriðuklaustri og í Norræna húsinu: Skandinavismi og fullveldi
- ↑ „RÁÐGÁTAN GUNNAR GUNNARSSON“. www.mbl.is. Sótt 1. desember 2022.