Skúfönd

Skúfönd (fræðiheiti: Aythya fuligula) er fremur lítil önd sem er algeng um alla Evrasíu og Norður-Ameríku. Skúfendur eru farfuglar að mestu. Þær verpa 7-12 eggjum yfirleitt í dreifðum byggðum innanum aðra fugla í mýrum og við gróin stöðuvötn. Þeir kafa allt að sex metra eftir æti, sem er skelfiskur, vatnaskordýr, litlir krabbar og jurtir.

Skúfönd
Karlkyns skúfönd
Karlkyns skúfönd
Ástand stofns
Ástand stofns: Í lítilli hættu
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Gásfuglar (Anseriformes)
Ætt: Andaætt (Anatidae)
Ættkvísl: Aythya
Tegund:
A. fuligula

Tvínefni
Aythya fuligula
(Linnaeus, 1758)
Aythya fuligula

Skúfendur gera sér hreiður í sefi eða kjarri þar sem það er vel falið. Varpið byrjar í júní og kollan liggur ein á eggjunum þar til þau klekjast út eftir um fjórar vikur.

ÚtlitBreyta

Skúfendur eru fremur litlar endur með langan háls. Bæði kyn eru með fjaðraskúf á hausnum sem yfirleitt hangir niður eftir hnakkanum. Goggurinn er stuttur og breiður og blágrár á lit. Karlkyns skúfendur eru svartar með hvítan kvið og undir vængjunum. Kvenfuglar eru brúnleitir, en dekkri á haus , háls og bak. Þær eru líka hvítar undir vængjunum.

Augu ungfugla eru brún en heiðgul á fullorðnum fuglum.

Skúfendur eru 40-47 cm á lengd og vænghafið er 65-72 cm. Þær verða um 700 grömm að þyngd.

Á ÍslandiBreyta

Elstu heimildir um skúfönd á Íslandi eru frá lokum 19. aldar en hún er fremur algeng sjón, t.d. við Tjörnina í Reykjavík. Þær skúfendur sem sjást hér hafa komið frá Bretlandseyjum þar sem þær halda sig á veturna.

Veiðar á skúfönd eru leyfðar á Íslandi frá 1. september til 15. mars. Meðalveiði síðustu ár er rúmlega 200 fuglar á ári.

Kvenkyns skúfönd
In winter Tufted Duck often gather in large flocks. 2 000 Tufted ducks rests in Ystad port 16 January 2016.

TilvísanirBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi fuglagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.