Halland er hérað á vesturströnd Svíþjóðar við sundið Kattegat. Núverandi sýsla eða lén samsvarar nokkurn veginn því sem taldist vera Halland fyrr á tímum. Íbúafjöldi er um 350 þúsund (2021).

Saga Hallands

breyta

Halland tilheyrði lengst af Danmörku ásamt Skáni og Blekinge, en varð hluti Svíþjóðar með formlegum hætti, ásamt þeim héruðum, með Hróarskeldufriðnum árið 1658. Áður hafði Svíþjóð tryggt sér yfirráð yfir Hallandi með friðarsamningum í Brömsebro sem bundu enda á Torstensonófriðinn.

Halland var veikleiki í vörnum Svíþjóðar gagnvart Danmörku, þar sem aðstæður tryggðu Dönum einfalda leið til að ráðast með herlið gegn Gautlandi og loka þannig á aðgang Svía að sjó í vestri. Ásælni Svía í héraðið, þegar þeir stóðu í átökum við Dani á öðrum sviðum, er því skiljanleg og var liður í þeirri áætlun Axels Oxenstierna á 17. öld að skapa Svíþjóð náttúruleg landamæri.

Sveitarfélög á Hallandi

breyta
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.