Sjanghaí Hongqiao-alþjóðaflugvöllurinn

alþjóðaflugvöllur í Kína

Alþjóðaflugvöllur Sjanghæ Hongqiao (IATA: SHA, ICAO: ZSSS) (kínverska: 上海虹桥国际机场; rómönskun: Shànghǎi Hóngqiáo Guójì Jīchǎng) er önnur tveggja flughafna Sjanghæ borghéraðsins í Alþýðulýðveldinu Kína. Flugvöllurinn þjónar aðallega innanlands- og svæðisflugi, en einnig nokkru millilandaflugi.

Mynd sem sýnir flughöfn Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvallarins við Sjanghæ borghéraðið í Kína.
Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvöllurinn við Sjanghæ borghéraðið í Kína.
Mynd sem sýnir aðkomu að flughöfn Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvallarins.
Aðkoma að flughöfn Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvallarins.
Mynd sem sýnir innritunarsal í annarri farþegamiðstöð Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvallarins.
Innritunarsalur annarrar farþegamiðstöðvar Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvallarins.

Flugvöllurinn er staðsettur nálægt bænum Hongqiao í Changning hverfi og Minhang hverfi Sjanghæ, um 13 kílómetrum vestur af miðborginni. Hann er nær miðborginni en Shanghai Pudong flugvöllurinn sem er aðal alþjóðavöllur borgarinnar. Um 60 kílómetrar skila flugvelllina að.

Flugvöllurinn er umsvifamikill og með þeim stærri í heiminum. Árið 2019 afgreiddi flugvöllurinn með tveimur farþegamiðstöðvum um 45.7 milljónir farþega og um 407.000 tonn af farmi.


Saga breyta

Bygging Hongqiao flugvallar hófst árið 1921 og hann var opnaður tveimur árum síðar fyrir borgaralega notkun. Kínverski flugherinn notaði völlinn árið 1932. Hann var hernuminn af japönum í Seinna stríði Kína og Japans (1937–1945). Hernaðarnotkun flugvallarins hélt áfram eftir að stjórn Lýðveldisins Kína tók við og einnig og síðar af stjórn Alþýðulýðveldisins Kína. Flugvöllurinn var síðan endurbyggður árið 1963 til borgaralegra nota og opnaður árið 1964. Mjög mikil stækkun átti sér stað árið 1984 og önnur (1988–1991).

Sjanghæ Hongqiao -flugvöllur þjónaði sem aðalflugvöllur Sjanghæ borgar þar til Sjanghæ Pudong-alþjóðaflugvöllurinn opnaði árið 1999 þegar nær allt millilandaflug var flutt til Pudong. Flugvöllurinn býður nú aðallega upp á innanlandsflug, auk nokkurra millilandaleiða.

Vegna Shanghai Expo, árið 2010, var flugvellinum endurnýjaður og stækkaður, meðal annars með annarri 3.300 metra flugbraut og nýrri farþegamiðstöð, sem jók getu flugvallarins í 40 milljónir farþega á ári. Seinni farþegastöðin er fjórum sinnum stærri en sú fyrri og hýsir flest flugfélögin. Fyrsta farþegastöðin er nú einkum nýtt fyrir millilandaflug.

Enn var stöðin stækkuð til muna. Frá 2014–2017 hefur meðal annars fyrri farþegamiðstöðin verið alveg endurnýjuð.

Samgöngur við flugvöllinn breyta

 
Inngangur að hóteli í flughöfn Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvöllurinn.
 
Skutlusvæði fyrir framan farþegamiðstöð tvö á Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvellinum.

Snarlestarkerfi borgarinnar, lestar, strætisvagnar og gott vegakerfi tengja flughöfnina við miðborg Sjanghæ og nærliggjandi svæði.

Flugfélög breyta

Flugvöllurinn er safnvöllur fyrir heimaflugfélögin China Eastern Airlines, Shanghai Airlines, Juneyao Airlines og Spring Airlines Alls starfa þar 28 farþegaflugfélög og 4 farmflugfélög.

Flugleiðir breyta

Langflestir áfangastaðir eru innan Kína, en einnig eru alþjóðaflug frá Seúl, Taípei, Tókíó, Hong Kong, Makaó, og fleiri staða.

Tölfræði breyta


Tenglar breyta

Heimildir breyta