Sjónþing
Sjónþing eru málþing um einstaka myndlistarmenn sem haldin hafa verið frá árinu 1996 í menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Reykjavík. Þeim er ætlað að gefa innsýn í íslenska samtímalist og kynna viðhorf, áhrifavalda og lífshlaup listamanna í máli og myndum. Sjónþingin eru skipulögð þannig að listamaður situr fyrir svörum um líf sitt og list. Gefin hafa verið út rit eftir hvert sjónþing og eru þau frá 2003 gefin út á rafrænu formi.
Haldin hafa verið sjónþing um eftirfarandi listamenn
- 1996 Bragi Ásgeirsson, myndlistarmaður
- 1996 Ragnheiður Jónsdóttir, myndlistarmaður
- 1996 Hafsteinn Austmann, myndlistarmaður
- 1996 Birgir Andrésson, myndlistarmaður
- 1996 Brynhildur Þorgeirsdóttir, myndlistarmaður
- 1996 Helgi Þorgils Friðjónsson, myndlistarmaður
- 1996 Guðrún Kristjánsdóttir, myndlistarmaður
- 1997 Finnbogi Pétursson, myndlistarmaður
- 1997 Magnús Tómasson, myndlistarmaður
- 1998 Hulda Hákon, myndlistarmaður
- 1998 Kristinn G. Harðarson, myndlistarmaður
- 1998 Hannes Lárusson, myndlistarmaður
- 1999 Þorvaldur Þorsteinsson, myndlistarmaður og rithöfundur
- 1999 Eiríkur Smith, myndlistarmaður
- 2000 Anna Líndal, myndlistarmaður
- 2001 Þórunn E. Sveinsdóttir, búningahönnuður
- 2002 Manfreð Vilhjálmsson, arkitekt
- 2003 Kogga, keramiker
- 2004 Reynir Vilhjálmsson, landslagsarkitekt
- 2005 Þórdís Zoëga, hönnuður
- 2006 Steinunn Sigurðardóttir, fatahönnuður
- 2007 Rúrí, myndlistarmaður
- 2008 Steina Vasulka, vídeólistakona
Heimild
breyta- Gerðuberg menningarmiðstöð Geymt 13 maí 2021 í Wayback Machine