Hannes Lárusson (fæddur í Reykjavík) 1955 er íslenskur listamaður. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann 1975 - 77, The Vancouver School of Art Canada 1977-79, Universita Degli Studi Di Firenze Italy 1981, The Whitney Museum Independent Study Program NewYork 1982-83. Frá 1986 stundaði Hannes nám við Nova Scotia College of Art and Design, Halifax, Canada og lauk þaðan M. F. A. gráðu 1988. Að auki stundaði Hannes nám í heimspeki við Háskóla Íslands og lauk B.A. gráðu 1986 og námi í kennsluréttindum frá Kennaraháskóla Íslands 1998. Hannes tók þátt í listasýningunni KODDU og var jafnframt einn þriggja sýningarstjóra, en verk þeirra þremenninga, Fallegasta bók í heimi olli nokkru fjarðrafoki og var fjarlægt tímabundið af sýningunni.