Sjálfstjórnarsvæðið Madríd

Sjálfstjórnarsvæðið Madríd (spænska: Comunidad de Madrid) er spænskt sjálfstjórnarsvæði á miðjum Pýreneaskaganum fyrir miðbik Spánar. Höfuðborg sjálfstjórnarsvæðisins og jafnframt Spánar er Madríd. Íbúar eru um 6,8 milljónir (2021) og er stærð þess 8,028 km2. Sjálfstjórnarsvæðið var stofnað árið 1983. Samvaxin eða í kringum Madríd er byggð og eru fjölmennustu sveitarfélögin Mostóles, Fuenlabrada, Alcorcón, Leganés, Getafe og Alcalá de Henares.

Sjálfstjórnarsvæðið Madríd
Comunidad de Madrid
Sjálfstjórnarhérað
Fáni Sjálfstjórnarsvæðið Madríd
Skjaldarmerki Sjálfstjórnarsvæðið Madríd
LandSpánn
Sjálfstjórn1 mars 1983
Stjórnarfar
 • ForsetiIsabel Díaz Ayuso (PP)
Flatarmál
 • Samtals8.028 km2
Mannfjöldi
 (2022)
 • Samtals6.825.005
 • Þéttleiki850/km2
TímabeltiUTC+1
 • SumartímiUTC+2

Þrjú svæði eru á lista UNESCO yfir menningarminjar þar: Klaustrið í El Escorial, Háskólinn og sögulegi miðbærinn í Alcalá de Henares og menningarlandslagið í Aranjuez. Norður af höfuðborginni er fjalllendi, Guadarrama, sem nær hæst yfir 2400 metra hæð. Þar eru skógar af skógarfuru og pýreneaeik og er gaupa meðal villtra dýra.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.