Alcalá de Henares
Alcalá de Henares eða í daglegu máli Alcalá er borg í Sjálfsstjórnarsvæðinu Madríd með um 196.000 íbúa (2021). Alcalá kemur úr arabísku, al-qalʿa, sem þýðir borgvirki.
Borgin er um 35 km norðaustur af miðborg Madrídar við fljótið Henares. Hún á sér langa háskólahefð frá 15. öld og er miðbær hennar á lista UNESCO yfir menningarminjar.
Meðal frægra íbúa borgarinnar eru Miguel de Cervantes, Katrín af Aragóníu og Ferdínand I keisari heilaga rómverska ríkisins. Kristófer Kólumbus hitti þar fyrst Ferdinand og Ísabellu eða kaþólsku konungshjónin sem fjármögnuðu för hans til Vesturheims.