Sigurbjörn Sveinsson

Sigurbjörn Sveinsson ( 19. október 1878 - 2. febrúar 1950) var barnakennari og barnabókahöfundur. Hann var fæddur og uppalinn í Kóngsgarði í Bólstaðarhlíðarhreppi, Austur-Húnavatnssýslu. Hann samdi fyrstu frumsömdu íslensku barnabókina en það var bókin Bernskan sem kom út árið 1907. Hann samdi margar barna- og unglingabækur, leikrit og ljóð og meðan þeirra eru Bernskan, Geislar, Margföldunartaflan og Æskudraumar.

Sigurbjörn samdi barnaleikritið Glókollur sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu 1972. Hann þýddi einnig marga sálma og ljóð. Sigurbjörn starfaði hjá Hjálpræðishernum á Ísafirði eftir aldamótin 1900 en stundaði skósmíði á Akureyri á árunum fyrir 1908. Hann var svo barnakennari í Reykjavík til ársins 1919 en þá fluttist hann til Vestmannaeyja. Sigurbjörn var barnakennari í Vestmannaeyjum frá 1919 til 1932. Hann kenndi einnig ensku og hljóðfæraleik í einkatímum.

Sigurbjörn hefur verið nefndur skáld Hjálpræðishersins. Hann samdi sálminn Þú vínviður hreini en sá sálmur er titill fyrstu bókar um stúlkuna Sölku Völku eftir Halldór Laxness.

Heimildir breyta