Sigmundur Einarsson

Sigmundur Einarsson var officialis í Skálholtsbiskupsdæmi um 1340 og príor í Viðeyjarklaustri frá 1344 til 1352, eða þann tíma sem Viðeyjarklaustur var benediktínaklaustur.

Óvíst er um ætt Sigmundar en hann var officialis á Valþjófsstað um 1340. Helgi Sigurðsson ábóti í Viðeyjarklaustri dó í árslok 1343 en á Benediktsmessu árið eftir, 31. mars, tók Jón Sigurðsson Skálholtsbiskup af Ágústínusarreglu í Viðey, sem þar hafði verið frá stofnun klaustursins, og setti þess í stað Benediktsreglu. Um leið skipaði hann Sigmund príor í klaustrinu. Ekki er víst hvort hann hafði fengið páfaleyfi fyrir breytingunni eins og hefði átt að þurfa.

Sigmundur var príor í Viðey í átta ár en árið 1352 breytti Gyrðir Ívarsson biskup klausturhaldi í Viðey aftur til fyrra horfs, setti Ágústínusarreglu þar að nýju og vígði Björn Auðunarson sem ábóta. Ekki er víst hvað um Sigmund varð eða hvort hann var þá látinn.

Heimildir breyta

  • „Viðeyjarklaustur. Sunnudagsblað Tímans, 23. júlí 1967“.
  • „Um klaustrin á Íslandi. Tímarit hins íslenzka bókmenntafélags, 8. árgangur 1887“.