Selvogur er vogur og samnefnd byggð á Suðurstrandavegi milli Þorlákshafnar og Grindavíkur. Þar var lengi mjög einangrað byggðalag og komst rafmagn ekki á í sveitina fyrr en eftir 1970 og lá eingöngu malarvegur þangað. Fyrr á öldum var töluverð byggð þar og var stundað útræði þar á vetrum. Kirkja Selvogsbúa var Strandakirkja og var prestsetrið í Vogsósum en brauðið var lagt niður árið 1907. Séra Eiríkur Magnússon tók við Strönd í Selvogi árið 1677 og flutti að Vogsósum. Á þeim tíma voru 42 búendur í Selvogi og sjö búendur á höfuðbólinu Strönd. Herdísarvík var áður stórbýli í Selvogi en er núna í eyði. Þar var fyrrum kunn verstöð með fjölda sjóbúða. Einar Benediktsson bjó í Herdísarvík og hann ánafnaði Háskóla Íslands jörðina.

Heimild breyta

   Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.