Selatalningin mikla

Selatalningin mikla er viðburður hjá rannsóknarhluta Selaseturs Íslands á Hvammstanga.

Selasetur Íslands Hvammstanga
Selasetur Íslands Hvammstanga

Selasetur Íslands var fyrst í samstarfi Veiðimálastofnun og síðar við arftaka þess Hafrannsóknastofnun Íslands. En saman hafa þessar stofnanir staðið fyrir margvíslegum selarannsóknum á Íslandi. Eitt aðalrannsóknarsvæðið er Vatnsnes og Heggstaðarnes í Húnaþingi vestra og því er mikilvægt að fylgjast með fjölda og útbreiðslu sela á þessum slóðum.

Orðspor selatalningar hefur farið víða, því árið 2009 kom m.a. fólk frá Brasilíu sem var búið að skipuleggja ferðina sína um Ísland þannig að það gæti verið með[1]. Í talningunni 2021 komu m.a. sjálfboðaliðar frá Þýskalandi, Finnlandi, Ísrael, Bandríkjunum, Englandi, Ítalíu, Frakklandi, auk góðs hóps frá Veraldarvinum (WorldWideFriends).

Markmiðið breyta

Eitt af markmiðum Selaseturs Íslands er að fræða almenning um seli og um þær selarannsóknir sem selasetrið stendur fyrir. Það er meðal annars gert með útgáfu á rannsóknum í samstarfi við Hafró og Háskólann á Hólum og með sýningunni á Selasetrinu á Hvammstanga. Markmið með selatalningunni er því að styðja við frekari rannsóknir og efla sýninguna, með því að afla þekkingar á fjölda sela á þessum slóðum og þróa áfram sjálfbæra ferðamennsku í skoðun villtra dýra.

Framkvæmdin breyta

Síðan 2007 hefur farið fram regluleg selatalning á Vatnsnesi og frá 2009 á Heggstaðarnesi í Húnaþingi vestra. Talningin byggir á því að vísindamenn með hjálp sjálfboðaliða telja seli á þessum tveimur svæðum þegar fjara er, sem telst vera u.þ.b. 107 km. strandlengja á einum degi. Sjálfboðaliðarnir taka þannig þátt í rannsóknarstörfum og ásamt því að njóta nærveru sela og náttúru. Með þátttöku gefst fólki kostur á að skoða landsel í sínu náttúrulega umhverfi.

Talningarnar fara þannig fram að Vatnsnesi og Heggstaðarnesi sem er skipt niður í mismunandi svæði (2-10km löng) og svo telja sjálboðaliðarnir seli, hver á sínu svæði og skila inn sínum niðurstöðum. Talið er meðfram ströndinni allt frá Hrútafirði inn að botni Sigríðastaðavatns. Gott er að hafa með sér sjónauka.

Sjálfboðaliðarnir eru misvanir talningarmenn og fá því kynningu og smá þjálfun áður en lagt er af stað í rannsóknarleiðangurinn.

Hér má finna dagskrá Selatalningar árið 2021.

Um niðurstöður breyta

Mikilvægt er að hafa í huga að þessar talningar eru aðeins vísbending um lágmarksfjölda sela sem dvelja á þessum svæðum og geta þættir eins og mismunandi veðurskilyrði þegar talið er skekkt niðurstöðurnar. En niðurstöðurnar nýtast vísindamönnum engu að síður vel til að meta ástand selastofna á þessum tveimur svæðum og til samanburðar á milli ára. Til þess að fá sambærilegar tölur á milli ára er miðað við að telja við sem líkastar aðstæður í hvert sinn. Alltaf er talið á sunnudegi í lok júlí, þegar sjávarstaða er sem næst háfjöru. Á þeim tíma er einnig samfélagshátíðinn Eldur (áður Unglistahátið). Byrjað er að telja um 2 tímum fyrir háfjöru og lýkur talningu um 2 tímum síðar. Áhersla er lögð á að telja öll svæði á sama tíma til að koma í veg fyrir tvítalningu[2].

 
Starfsmenn Selaseturs og sjálfboðaliðar undirbúa talninguna áður en haldið er af stað árið 2014

Niðurstaða talningar (aðallega landselur) breyta

  1. Árið 2007, voru taldir 727 selir við Vatnsnes í lok ágúst (72 km).
  2. Árið 2008, voru taldir 1.126 selir við Vatnsnes og Heggstaðanestá (78 km).
  3. Árið 2009, voru taldir 1.019 selir við Vatnsnes og Heggstaðanes (107 km).
  4. Árið 2010, voru taldir 1.054 selir við Vatnsnes og Heggstaðanes (107km).
  5. Árið 2011, voru taldir 843 selir við Vatnsnes og Heggstaðanes (107 km)
  6. Árið 2012, voru taldir 422 selir við Vatnsnes og Heggstaðanes (107 km).
  7. Árið 2013, voru taldir 742 selir við Vatnsnes og Heggstaðanes (107 km).
  8. Árið 2014, voru taldir 707 selir við Vatnsnes og Heggstaðanes (78 km).
  9. Árið 2015, voru taldir 446 selir við Vatnsnes og Heggstaðanes (107 km).
  10. Árið 2016, voru taldir 580 selir við Vatnsnes og Heggstaðanes (107 km).
  11. Árið 2021, voru taldir 718 selir við Vatnsnes og Heggstaðanes (107 km) og 58 sjálfboðaliðar
  12. Árið 2022, voru taldir 595 selir við Vatnsnes í lok júlí (72 km).
  13. Árið 2023, voru taldir 549 selir við Vantsnes og Heggstaðanes (107 km) og 40 sjálfboðaliðar

Heimildir breyta

  1. „Vinsæl selatalning“. www.mbl.is. Sótt 31. maí 2021.
  2. „Rúmlega þúsund selir taldir í Selatalningunni miklu“. Húnahornið. Sótt 31. maí 2021.