Sebastian Ingrosso

(Endurbeint frá Sebastian Carmi Ingrosso)

Sebastian Carmine Ingrosso (f. 20. apríl 1983) er sænskur plötusnúður og upptökustjóri. Hann er meðlimur í Swedish House Mafia ásamt Axwell og Steve Angello. Hann hefur hlotið 2 tilnefningar til Grammy-verðlauna.

Sebastian Ingrosso
Sebastian Ingrosso í Ushuaia Ibiza árið 2013
Fæddur
Sebastian Carmine Ingrosso

20. apríl 1983 (1983-04-20) (41 árs)
Störf
  • Plötusnúður
  • upptökustjóri
ÆttingjarBenjamin Ingrosso (frændi)
Tónlistarferill
Ár virkur1999–í dag
Stefnur
Útgefandi
Meðlimur í
Vefsíðaswedishhousemafia.com

Sebastian Ingrosso ólst upp í Stokkhólmi. Hann vann að tónlist með æskuvini sínum Steve Angello. Þeir gengu undir nöfnum á borð Buy Now, Fireflies, General Moders, Mode Hookers, Outfunk og The Sinners.

Ferill

breyta

1999–2007: Upphaf ferils

breyta

Sebastian Ingrosso hóf tónlistarferil sinn árið 1999 þegar hann gaf út sína fyrstu endurhljóðblöndu í gegnum Mega Records. Síðan þá hefur hann geefið út margar endurhljóðblöndur og smáskífur. Árið 2003 stofnaði hann sitt eigið útgáfufyrirtæki, Refune Music. Síðar fór hann að vinna aðallega með plötusnúðunum Axwell, Steve Angello og Eric Prydz. Saman voru þeir kallaðir Swedish House Mafia.

2008–2012: Swedish House Mafia

breyta

Síðla árs 2008 stofnuðu þeir Ingrosso, Angello og Axwell formlega hljómsveitina Sweidsh House Mafia, en Prydz ákvað að gerast ekki meðlimur. Árið 2009 gaf hljómsveitin út plötuna Until One. Hljómsveitin kom fram á Tomorrowland tónlistarhátíðinni þrjú ár í röð frá 2010 til 2012. Í september 2012 gaf hljómsveitin út lagið „Don't You Worry Child“ sem náði miklum vinsældum í mörgum löndum. Í kjölfar þess að hljómsveitin tilkynnti um að hún myndi hætta fór hún í tónleikaferðalagið One Last Tour frá nóvember 2012 til mars 2013.

2013-2017: Sólóferill og Axwell Λ Ingrosso

breyta

Í júlí 2013 kom Ingrosso fram í fyrsta skiptið ekki sem meðlimur í Swedish House Mafia á Tomorrowland. Þar kom hann fram á aðalsviðinu á opnunarkvöldinu. Árið 2014 gekk hann aftur til liðs við Axwell og saman stofnuðu þeir tvíeykið Axwell Λ Ingrosso.

2018-í dag:

breyta

Í mars 2018 kom Ingrosso fram á Ultra Miami tónlistarhátíðinni sem hluti af Axwell Λ Ingrosso. Á sömu tónlistarhátíð kom hann einnig fram sem hluti af Swedish House Mafia eftir að hljómsveitin kom aftur saman. Tvíeykið Axwell Λ Ingrosso kom fram á Tomorrowland 2018 og tilkynntu að þeir myndu taka sér hlé til að einbeinta sér að endurkomu Swedish House Mafia og tónleikaferðalagi árið 2019. Síðan þá hefur hljómsveitin gefið út fleiri lög og komið fram á ýmsum hátíðum.

Tónlist

breyta

Ingrosso semur aðallega house-tónlist og gefur hana út á eigin útgáfufyrirtæki, Refune. Lagið „Yeah“, sem hann samdi með Steve Angello, var gefið út á The Politics of Dancing 2 í flutningi Paul Van Dyk. Einnig sömdu Ingrosso og Angello lögin „Bodycrash“ og endurhljóðblönduðu „My Love“ (með Justin Timberlake) en þau hafa reynst vinsæl í útvarpi.

Heimildir

breyta