Benjamin Daniele Wahlgren Ingrosso (f. 14. september 1997) er sænskur söngvari og lagahöfundur. Sem barn kom hann fram í aðalhlutverki í ýmsum söngleikjum og árið 2006 vann hann Lilla Melodifestivalen með laginu „Hej Sofia“.[1][2] Hann sigraði í sjónvarpsþættinum Let's Dance 2014 og keppti í Melodifestivalen árið 2017 með laginu „Good Lovin'“ þar sem hann endaði í fimmta sæti.[3][4] Árið eftir tók hann aftur þátt í keppninni með laginu „Dance You Off“ og var valinn sem framlag Svíþjóðar í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2018 sem fór fram í Lissabon, Portúgal. Þar endaði hann í sjöunda sæti með 274 stig.[5]

Benjamin Ingrosso
Benjamin Ingrosso á Lollapalooza hátíðinni í Stokkhólmi árið 2022
Fæddur
Benjamin Daniele Wahlgren Ingrosso

14. september 1997 (1997-09-14) (27 ára)
Danderyd, Stokkhólmssýslu, Svíþjóð
Störf
  • Söngvari
  • lagahöfundur
ÆttingjarSebastian Ingrosso (frændi)
Tónlistarferill
Ár virkur2005–í dag
StefnurPopp
HljóðfæriRödd
Útgefandi
Vefsíðabenjaminingrossoofficial.com

Útgefið efni

breyta

Breiðskífur

breyta
  • Identification (2018)
  • En gång i tiden (del 1) (2021)
  • En gång i tiden (del 2) (2021)
  • Playlist (2022)

Tilvísanir

breyta
  1. „Eurovision Sweden: Benjamin Ingrosso reveals video clip for Dance you off!“. ESCToday.com. 12. mars 2018. Afrit af uppruna á 25. apríl 2018. Sótt 18. janúar 2024.
  2. „Benjamin Ingrosso“. Discogs (enska). Afrit af uppruna á 18. febrúar 2021. Sótt 25. október 2020.
  3. „Benjamin Wahlgren vann Let's dance“ (sænska). Göteborgs-Posten. 9. maí 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. maí 2014. Sótt 18. janúar 2024.
  4. Lindahl, Moa Linette; Dahlander, Gustav (11. mars 2017). „Benjamin Ingrosso i topp fem i Melodifestivalen 2017: "Det är helt sjukt!". SVT (sænska). Afrit af upprunalegu geymt þann 8. mars 2018. Sótt 18. janúar 2024.
  5. „Eurovision 2018 Results: Voting & Points“. eurovisionworld.com (bresk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 13. maí 2018. Sótt 18. janúar 2024.