Saurbær (Dalasýslu)

Saurbær er byggðarlag við innanverðan Breiðafjörð, sunnan við Gilsfjörð. Þar var áður séstakt sveitarfélag, Saurbæjarhreppur, en er síðan 2005 hluti af Dalabyggð. Verslun og þjónustukjarni sveitarinnar er á Skriðulandi í Saurbæ. Vestfjarðavegurinn liggur um sveitina og síðan yfir Gilsfjarðarbrú.

Staðarhólsdalur í Saurbæ. Í forgrunni er minnisvarði um skáldin Stein Steinarr, Stefán frá Hvítadal og Sturlu Þórðarson.

Í Landnámabók segir frá því að landnámsmaðurinn Steinólfur lági Hrólfsson í Fagradal „... gekk þar inn á fjallið og sá fyrir innan dal mikinn og vaxinn allan viði. Hann sá eitt rjóður í dal þeim; þar lét hann bæ gera og kallaði Saurbæ, því að þar var mýrlent mjög, og svo kallaði hann allan dalinn.“

Í Saurbæ er kirkjustaðurinn Staðarhóll. Þar bjó Sturla Þórðarson á Sturlungaöld og á 16. öld bjó þar höfðinginn Staðarhóls-Páll. Í Saurbæ er líka Ólafsdalur, þar sem fyrsti bændaskóli landsins starfaði og margvíslegar tilraunir voru gerðar í landbúnaði. Verið er að gera upp húsakynni þar í því skyni að koma þar upp safni.

Skáldin Steinn Steinarr og Stefán frá Hvítadal ólust upp í Saurbæ.[1]

Heimildir

breyta
  • „Minnisvarðar skáldanna þriggja afhjúpaðir. Af vef Dalabyggðar, skoðað 20. apríl 2011“.
  1. Árni Björnsson. „Á söguslóðum í dölum vestur“. Þjóðviljinn – gegnum Tímarit.is.