Salisýlsýra (enska: salicylic acid) er lífræn sýra með efnaformúluna C7H6O3. Salisýlsýra var mikið notuð sem lyf seint á 19. öld og í byrjun 20. aldar en hún ertir yfirborð magans og því er acetýlsalisýlsýra, betur þekkt sem aspirín, nú notuð í stað hennar.[1]

Bygging salisýlsýru.

Ítalskur efnafræðingur, Raffaele Piria, sýndi fram á að hægt er að vinna salisýlsýru úr salisíni árið 1838. Efnið var komið í verksmiðjuframleiðslu í Dresden árið 1874. Í ágústmánuði 1897 tókst Felix Hoffmann, efnafræðingi hjá Bayer, að hengja acetýl-hóp á salisýlsýru og nýsmíða þannig asetýlsalisýlsýru.[1] Salisýlsýra var upphaflega einangruð úr mjaðjurt.[1]

Heimildir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 Jack, D. B. (1997). One hundred years of aspirin. Lancet vol. 350, bls. 437-439. (Enska)
   Þessi efnafræðigrein sem tengist heilsu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.