Mjaðjurt, mjaðurt eða mjaðurjurt (fræðiheiti: Filipendula ulmaria, áður Spiraea ulmaria[1]) er blómplanta af rósaætt sem lifir einna helst í Evrópu og Vestur-Asíu. Plantan getur orðið eins til tveggja metra há og hefur hvít blóm. Jurtin er gjarnan notuð í ilmefni og sem bragðefni í mjöð, vín og bjór. Áður fyrr voru mjaðarker smurð að innan með laufblöðum mjaðjurtar og voru blöðin eins notuð sem krydd í öl.

Mjaðjurt

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósaættbálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Undirætt: Rosoideae
Ættkvísl: Filipendula
Tegund:
F. ulmaria

Tvínefni
Filipendula ulmaria
(Linnaeus) Maximowicz

Hún er einnig notuð sem lækningajurt við græðingu sára og sem verkjalyf. Salisýlsýra, verkjastillandi efni sem varð fyrirmyndin að aspiríni, var fyrst einangruð úr mjaðjurt.[2] Mjaðjurt var hluti af þjófagaldri til að komast að því hver hefði stolið frá manni. Mjaðjurt vinnur á móti ýmsum bakteríum og kemur í veg fyrir sýkingar af þeirra völdum.

Af blómum mjaðjurtar leggur sérkennilega og þægilega angan. Carl von Linné segir í bókinni Flora Lapponica frá 1737 að bændur í Svíþjóð hafi þann sið að strá ferskum laufum mjaðjurtar á gólf í húsum sínum á helgidögum og tyllidögum svo lyktin fylli húsin.

Tenglar

breyta

Heimildir

breyta
  1. Mueller, R. L. og Scheidt, S. (1994). History of drugs for thrombotic disease. Discovery, development, and directions for the future. Circulation 89(1), bls. 432-449. doi: 10.1161/01.CIR.89.1.432 (Enska)
  2. Jack, D. B. (1997). One hundred years of aspirin. Lancet 350, bls. 437-439. (Enska)
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.