Lífræn efnafræði

Lífræn efnafræði fjallar um byggingu, eðli, samsetningu og efnahvörf efnasambanda kolefnis.

Sundbretti úr frauðplasti.

NafniðBreyta

Lífræn efnafræði fæst við þau efnasambönd þar sem kolefni er í aðalhlutverki. Nafnið er hugsað til aðgreiningar frá ólífrænni efnafræði. Aðskilnaður er þó eingöngu sögulegs eðlis. Löngum var það trú manna að þau efni, sem fyrirfinndust í lífverum væru í grundvallaratriðum ólík þeim efnum sem væru í dauðum hlutum og að flokkarnir tveir gegndu ólíkum náttúrulögmálum. Á grundvelli þeirrar hugmyndar kom fram skipting í lífræna og ólífræna efnafræði. Sú hugmynd hefur fyrir löngu verið yfirgefin. En menn greina þó enn í dag milli lífrænnar og ólífrænnar efnafræði til hægðarauka, þar sem þær tvær undirgreinar efnafræði beita oft mismunandi aðferðum og líkönum.

Nafnakerfi lífrænna efnaBreyta

Nafnakerfi IUPAC er notað til að flokka og nefna lífræn efnasambönd.

Eiginleikar lífrænna efnaBreyta

Gríðarlegur fjöldi lífrænna efna er þekktur. Orsök þessa er hæfileiki kolefnis til þess að mynda keðjur og hringi af mörgum mismunandi stærðum. Mörg kolefnissambönd eru afar hitanæm, og flest sundrast þau undir 300 °C. Þau eru ekki eins auðleysanleg í vatni og flest ólífræn sölt, en ólíkt þeim leysast þau vel í lífrænum leysiefnum eins og eter og alkóhólum. Samgild tengi eru í lífrænum efnum.