Samveldi sjálfstæðra ríkja
(Endurbeint frá SSR)
Samveldi sjálfstæðra ríkja (SSR) (rússneska: Содружество Независимых Государств (СНГ) er bandalag níu fyrrum Sovétlýðvelda: Armeníu, Aserbaísjan, Hvíta-Rússlands, Kasakstan, Kirgistan, Moldóvu, Rússlands, Tadsikistan og Úsbekistan.
Sambandið varð til við upplausn Sovétríkjanna og tilgangur þess var að auðvelda aðskilnað lýðveldanna. Ýmsir hafa þó haldið því fram að sambandið sé tæki Rússlands til að viðhalda áhrifum sínum í lýðveldunum. Frá stofnun hafa SSR-ríkin gert með sér marga samninga sem varða samstarf á sviði efnahagsmála, varnarmála og utanríkisstefnu.
Sambandið var stofnað 8. desember 1991 af leiðtogum Rússlands, Hvíta-Rússlands og Úkraínu.