Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1959

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1959 var fjórða söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Hún var haldin miðvikudaginn 11. mars 1959 í Cannes í Frakklandi eftir að landið hafði unnið keppnina árið 1958. Holland vann keppnina 1959 með laginu „Een beetje“ sem flutt var af Teddy Scholten. Þetta var í annað skipti sem landið vann keppnina og í fyrsta skipti sem land vann í annað sinn í keppninni. Auk þess var höfundur texta sigurlagsins, Willy van Hemert, höfundur fyrra sigurlags Hollands „Net als toen“ , sem vann keppnina árið 1957. Willy var fyrsta manneskjan til að vinna söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva tvisvar.

Söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva 1959
Dagsetningar
Úrslit11. mars 1959
Umsjón
StaðurPalais des Festivals et des Congrès í Cannes í Frakklandi
KynnarJacqueline Joubert
SjónvarpsstöðFáni Frakklands Radiodiffusion-Télévision Française RTF
Vefsíðaeurovision.tv/event/cannes-1959 Breyta á Wikidata
Þátttakendur
Fjöldi þátttakenda10
Frumraun landa Mónakó
Endurkomur landa Bretland
Taka ekki þátt Lúxemborg
Þátttakendur á korti
  •   Lönd sem taka þátt
Kosning
Sigurlag Holland „Een beetje“
1958 ← Eurovision

Staðsetning

breyta

Söngvakeppnin fór að þessu sinni fram í Palais des Festivals et des Congrès höllinni í Cannes í Frakklandi eftir að Frakkland öðlaðist réttinn til að halda keppnina í kjölfar þess að vinna keppnina 1958 með laginu „Dors, mon amour“ sem flutt var af André Claveau. Cannes er staðsett á frönsku rivíerunni og hefur lengi verið vinsæll ferðamannastaður og er heimsfræg fyrir kvikmyndahátið sem er haldin þar ár hvert. Palais des Festivals et des Congrès var byggt 1949 og hefur oft hýst kvikmyndahátíðina frægu.

Fyrirkomulag

breyta

Þetta ár tók ný regla í gildi sem gerði það að verkum að engir þekktir lagahöfundar eða útgefendur máttu taka sæti í dómnefndum landanna.

Annað og þriðja sæti fengu að flytja lag sitt aftur í lok keppninnar líkt og sigurlagið.

Þátttakendur

breyta

Lúxemborg dróg sig úr keppni og keppti ekki í fyrsta skiptið í sögu söngvakeppninnar. Bretland kom til baka eftir að hafa misst af keppni fyrra árs og lenti í fyrsta sinn í öðru sæti. Landið átti eftir að lenda í öðru sæti í fjórtán skipti í viðbót. Mónakó tók þátt í keppninni í fyrsta skiptið, en lenti í síðasta sæti.

Tveir fyrrum keppendur tóku aftur þátt í keppninni 1959. Það voru Birthe Wilke fyrir Danmörku (áður 1957) og Domenico Modugno fyrir Ítalíu (áður 1958).

Hljómsveitarstjórnendur

breyta

  Frakkland - Franck Pourcel

  Danmörk - Kai Mortensen

  Ítalía - William Galassini

  Mónakó - Franck Pourcel

  Holland - Dolf van der Linden

  Þýskaland - Franck Pourcel

  Svíþjóð - Franck Pourcel

  Austurríki - Franck Pourcel

  Bretland - Eric Robinson

  Belgía - Francis Bay

Úrslit

breyta
Röð Land Flytjandi Lag Tungumál Sæti Stig
1   Frakkland Jean Philippe „Oui, oui, oui, oui“ franska 3 15
2   Danmörk Birthe Wilke „Uh, jeg ville ønske jeg var dig“ danska 5 12
3   Ítalía Domenico Modugno „Piove (Ciao, ciao bambina)“ ítalska 6 9
4   Mónakó Jacques Pills „Mon ami Pierrot“ franska 11 1
5   Holland Teddy Scholten „Een beetje“ hollenska 1 21
6   Þýskaland Alice & Ellen Kessler „Heute Abend wollen wir tanzen geh'n“ þýska 8 5
7   Svíþjóð Brita Borg „Augustin“ sænska 9 4
8   Sviss Christa Williams „Irgendwoher“ þýska 4 14
9   Austurríki Ferry Graf „Der K und K Kalypso aus Wien“ þýska 9 4
10   Bretland Pearl Carr & Teddy Johnson „Sing, Little Birdie“ enska 2 16
11   Belgía Bob Benny „Hou toch van mij“ hollenska 6 9