Síklíðaætt

(Endurbeint frá Síklíður)

Síklíðaætt (fræðiheiti: Cichlidae) er ætt af yfirættbálki borra (perciformes) og undirættbálki labridae. Ættin telur að minnsta kosti 1650 tegundir (2000-3000 áætlaðar) og er ein stærsta ætt hryggleysingja. Undirættir eru 9. Stærð er frá 2,5 sm til metra.

Síklíðaætt
Pterophyllum sp.
Pterophyllum sp.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Borrar (Siluriformes)
Undirættir

Astronotinae
Cichlasomatinae
Cichlinae
Etroplinae
Geophaginae
Heterochromidinae
Pseudocrenilabrinae
Ptychochrominae
Retroculinae

Sumar tegundir eru mikilvæg fæðuuppspretta manna t.d. beitarfiskur. Einnig eru margir gæludýrafiskar innan ættarinnar. Meðal vinsælla tegunda eru Pterophyllum scalare, Astronotus ocellatus (kallaður oscar/óskar í daglegu tali) og Archocentrus nigrofasciatus.

Útbreiðsla þeirra er aðallega í Afríku og Suður-Ameríku. Tegundir finnast einnig í Mið-Ameríku og Mexíkó. fáar tegundir eru í Asíu. Þróun síklíða við Stóru vötn Afríku var hröð og hafa fjölbreyttar tegundir myndast þar. Síklíður við Malaví-vatn eru algengir skrautfiskar.

Síklíður eru ferskvatnsfiskar yfirleitt en einhverjar tegundir eru við ísalt vatn og örfáar í saltvatni. Fæða þeirra er aðallega þörungar og plöntur. Einhverjar tegundir éta lindýr, fiska og rotnandi lífræn efni. Síklíður makast annað hvort með einum maka eða mörgum.

Heimild

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.